Suarez farinn í sumarfrí Henry Birgir Gunnarsson skrifar 27. apríl 2013 07:00 þungur dómur Það er langt þangað til Suarez spilar næst með Liverpool. Hann missir af fyrstu sex leikjum liðsins á næsta tímabili.nordicphotos/afp Það varð endanlega ljóst í gær að hinn úrúgvæski framherji Liverpool, Luis Suarez, er á leið í tíu leikja bann. Hann ákvað þá að sleppa því að áfrýja banninu sem hann hafði fengið fyrr í vikunni. Suarez missir því af síðustu fjórum leikjum Liverpool í vetur sem og af fyrstu sex leikjum liðsins næsta vetur. Bannið fékk Suarez fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í leik liðanna um síðustu helgi. „Ég er í alvörunni virkilega miður mín yfir þessu. Ég vona að allt fólkið sem ég brást á Anfield síðasta sunnudag finni það hjá sér að fyrirgefa mér þessa uppákomu,“ sagði Suarez á Twitter í gær og bætti við að hann myndi senda út röng skilaboð með því að áfrýja. Jafnvel þótt honum fyndist bannið vera of langt. „Þetta mótlæti mun hjálpa mér við að haga mér betur í framtíðinni. Nú einbeiti ég mér að því að verða betri fótboltamaður, innan vallar sem utan,“ bætti Suarez við. Fjölmargir á Englandi hafa keppst við að fordæma hegðun Suarez og nú síðast sjálfur forsætisráðherra Bretlands, David Cameron. Hann sagði að Suarez væri slæm fyrirmynd.Suarez er fyrirmynd Seinni partinn í gær sendi aganefnd enska knattspyrnusambandsins síðan frá sér skýrslu þar sem bannið er rökstutt. Í þeirri löngu skýrslu kemur meðal annars fram að aganefndin líti svo á að Suarez sjái ekki hversu alvarlegt brot hans sé. Það sé nauðsynlegt að senda út sterk skilaboð svo öllum sé fullljóst að slík hegðun eigi ekki heima á knattspyrnuvellinum. Hundruð milljóna um allan heim hafi séð atvikið og þetta sé ekki sú mynd sem sambandið vilji að fólk hafi af enska boltanum. „Allir leikmenn í úrvalsdeildinni eru fyrirmyndir og hafa þá skyldu að haga sér á ábyrgan hátt. Þeir eiga að vera öllum hinum fyrirmynd og þá sérstaklega ungum leikmönnum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þetta er í annað sinn sem Suarez fer í langt bann fyrir að bíta andstæðing. Hann var dæmdur í sjö leikja bann í Hollandi árið 2010 er framherjinn, sem þá lék með Ajax, beit leikmann PSV Eindhoven. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sú staðreynd að Suarez sé síbrotamaður á vellinum sé ástæðan fyrir því að hann hafi fengið svona langt bann. „Þetta er mjög alvarlegt brot og ekki í fyrsta skipti sem hann gerir sig sekan um alvarlegt brot. Þess vegna fær hann svona langt bann. Ég get ekki séð neina aðra ástæðu,“ sagði Wenger en í skýrslunni er sérstaklega tekið fram að fyrri dómar hafi ekki haft áhrif á þessa niðurstöðu. Forráðamenn Liverpool eru verulega ósáttir við þetta langa bann og hafa meðal annars bent á að enska knattspyrnusambandið hafi ekki refsað Jermain Defoe árið 2006 er hann virtist bíta Javier Mascherano. Ashley Barnes, leikmaður Brighton, fékk síðan sex leikja bann fyrir að fella dómara í leik í síðasta mánuði. Forráðamenn Liverpool segja að samræmið í þessum dómum sé ekkert. Dómstóllinn sem tók málið fyrir segir að brot Suarez sé alvarlegra en brot Barnes og þar af leiðandi eigi Suarez að fá þyngri dóm en Barnes. Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira
Það varð endanlega ljóst í gær að hinn úrúgvæski framherji Liverpool, Luis Suarez, er á leið í tíu leikja bann. Hann ákvað þá að sleppa því að áfrýja banninu sem hann hafði fengið fyrr í vikunni. Suarez missir því af síðustu fjórum leikjum Liverpool í vetur sem og af fyrstu sex leikjum liðsins næsta vetur. Bannið fékk Suarez fyrir að bíta Branislav Ivanovic, leikmann Chelsea, í leik liðanna um síðustu helgi. „Ég er í alvörunni virkilega miður mín yfir þessu. Ég vona að allt fólkið sem ég brást á Anfield síðasta sunnudag finni það hjá sér að fyrirgefa mér þessa uppákomu,“ sagði Suarez á Twitter í gær og bætti við að hann myndi senda út röng skilaboð með því að áfrýja. Jafnvel þótt honum fyndist bannið vera of langt. „Þetta mótlæti mun hjálpa mér við að haga mér betur í framtíðinni. Nú einbeiti ég mér að því að verða betri fótboltamaður, innan vallar sem utan,“ bætti Suarez við. Fjölmargir á Englandi hafa keppst við að fordæma hegðun Suarez og nú síðast sjálfur forsætisráðherra Bretlands, David Cameron. Hann sagði að Suarez væri slæm fyrirmynd.Suarez er fyrirmynd Seinni partinn í gær sendi aganefnd enska knattspyrnusambandsins síðan frá sér skýrslu þar sem bannið er rökstutt. Í þeirri löngu skýrslu kemur meðal annars fram að aganefndin líti svo á að Suarez sjái ekki hversu alvarlegt brot hans sé. Það sé nauðsynlegt að senda út sterk skilaboð svo öllum sé fullljóst að slík hegðun eigi ekki heima á knattspyrnuvellinum. Hundruð milljóna um allan heim hafi séð atvikið og þetta sé ekki sú mynd sem sambandið vilji að fólk hafi af enska boltanum. „Allir leikmenn í úrvalsdeildinni eru fyrirmyndir og hafa þá skyldu að haga sér á ábyrgan hátt. Þeir eiga að vera öllum hinum fyrirmynd og þá sérstaklega ungum leikmönnum,“ segir meðal annars í skýrslunni. Þetta er í annað sinn sem Suarez fer í langt bann fyrir að bíta andstæðing. Hann var dæmdur í sjö leikja bann í Hollandi árið 2010 er framherjinn, sem þá lék með Ajax, beit leikmann PSV Eindhoven. Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að sú staðreynd að Suarez sé síbrotamaður á vellinum sé ástæðan fyrir því að hann hafi fengið svona langt bann. „Þetta er mjög alvarlegt brot og ekki í fyrsta skipti sem hann gerir sig sekan um alvarlegt brot. Þess vegna fær hann svona langt bann. Ég get ekki séð neina aðra ástæðu,“ sagði Wenger en í skýrslunni er sérstaklega tekið fram að fyrri dómar hafi ekki haft áhrif á þessa niðurstöðu. Forráðamenn Liverpool eru verulega ósáttir við þetta langa bann og hafa meðal annars bent á að enska knattspyrnusambandið hafi ekki refsað Jermain Defoe árið 2006 er hann virtist bíta Javier Mascherano. Ashley Barnes, leikmaður Brighton, fékk síðan sex leikja bann fyrir að fella dómara í leik í síðasta mánuði. Forráðamenn Liverpool segja að samræmið í þessum dómum sé ekkert. Dómstóllinn sem tók málið fyrir segir að brot Suarez sé alvarlegra en brot Barnes og þar af leiðandi eigi Suarez að fá þyngri dóm en Barnes.
Enski boltinn Mest lesið Lætur drauminn rætast og opnar kínverskan veitingastað Sport Fjölskylda skíðakappans fær ekki svör fyrr en í mars Sport „Hann sér framtíðina fyrir sér hjá Napoli“ Fótbolti Fyrirliðinn áreitti dómara og mátti ekki spila lokaleikinn Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í enska boltanum og átta manna úrslit í pílunni Sport Fílabeinsstrendingar tryggðu toppsætið í uppbótartíma Fótbolti „Ég mun ekki keppa við Rússa á meðan stríð er í gangi“ Sport Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Enski boltinn „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Handbolti Mbappé þurfti að játa sig sigraðan Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu allt það besta úr enska boltanum á árinu 2025 Alls ekki síðasti leikur Semenyo Segir dómarana bara hafa verið að giska Sjáðu Arsenal rúlla yfir Villa og Úlfana ná í stig á Old Trafford Réttlætti Zirkzee-skiptinguna: „Stundum sækirðu betur með færri framherja“ Arsenal rústaði Villa og náði fimm stiga forskoti Neyðarlegt jafntefli United gegn Úlfunum Welbeck skoraði úr einu víti og brenndi af öðru Fékk á sig víti í mögulegum kveðjuleik „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Liðið sem gerir stólpagrín að xG Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara „Fróðari menn segja að maður eigi ekki að láta tilfinningarnar ráða“ „Ég hélt ég myndi deyja“ Nottingham Forest vill fá að heyra samtöl dómaranna Vildi ekki láta undan pressu frá fjölmiðlamönnum Man Utd samdi við fyrrum liðsfélaga Glódísar Perlu hjá Bayern Gefur í skyn að Arsenal opni veskið í janúar „Einn mesti hugsuðurinn í boltanum“ Semenyo vill að allt verði klárt fyrir nýársdag „Knattspyrnustjórar eru ekki töframenn“ Segja að Wirtz græði á fjarveru Salah: „Sé hann fljúga í gang“ Skynjar stress hjá Arsenal Sjáðu frábært samspil Leeds og Gray tryggja Spurs sigurinn Ekkja Jota þakklát: „Hefur meiri þýðingu en orð geta lýst“ Jöfnuðu 128 ára gamalt met Gray hetja Tottenham Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Sjá meira