Fótbolti

Segir af sér sem heiðursforseti FIFA

Havelange.
Havelange.
Hinn afar umdeildi Joao Havelange hefur sagt af sér sem heiðursforseti FIFA. Það gerir hann þar sem enn er verið að rannsaka mútumál sem hann tengist. Havelange er 96 ára gamall.

Á löngum ferli í íþróttahreyfingunni hefur Havelange verið sakaður um ýmislegt vafasamt og almennt talið að hann hafi verið gjörspilltur.

Havelange sat sem forseti FIFA í 24 ár og gerðist síðan heiðursforseti í kjölfarið. Hann var einnig meðlimur í alþjóða Ólympíunefndinni.

Það hefur verið sannað að hann þáði mútur upp á tugmilljónir en slapp með skrekkinn þar sem athæfið var ekki ólöglegt í Sviss á þeim tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×