Fótbolti

Stuðningsmönnum Ajax meinað að fara á völlinn

Kolbeinn og félagar fá erfitt verkefni um helgina.
Kolbeinn og félagar fá erfitt verkefni um helgina.
Kolbeinn Sigþórsson og félagar í Ajax munu ekki fá neinn stuðning um helgina er þeir sækja PSV Eindhoven heim í stórleik helgarinnar í hollenska boltanum.

Stuðningsmenn Ajax gátu ekki farið með lest til Eindhoven vegna viðgerða. Þeir ætluðu því að koma með rútum og það vildi borgarstjórinn í Eindhoven ekki ræða.

Hann fékk dómsúrskurð sem meinaði stuðningsmönnunum að koma í rútum. Borgarstjórinn óttaðist að það myndi loga allt í slagsmálum.

Ajax áfrýjaði þessum úrskurði en hafði ekki erindi sem erfiði. Það verða því eingöngu stuðningsmenn PSV á leiknum.

PSV er með einu stigi meira en Ajax fyrir leikinn og því afar mikilvægur leikur fyrir bæði lið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×