Smávirkjanir fýsilegar til sjálfbærni Hornafjarðar Þorgils Jónsson skrifar 31. júlí 2013 07:00 Frá Höfn. Sveitafélagið Hornafjörður stefnir að því að verða sjálfbærara varðandi orkumál á komandi árum. Fyrstu skrefin í því eru að kanna fýsileika smávirkjana. Sveitarfélagið Hornafjörður stefnir að meiri sjálfbærni í orkuöflun og –nýtingu á komandi árum og telur verkfræðistofan Verkís í úttekt að marga fýsilega virkjunarkosti sé að finna í landi sveitarfélagsins. Þeir kalli þó á nánari úttekt og segir Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri að verkefnið sé enn á grunnstigi. „Við erum á köldu svæði og hér eru ekki stórir virkjanakostir,“ segir hann. „Þó að hér sé að vísu heitt vatn er það ekki í nægjanlegu magni og það er ljóst að orkukostnaður fyrir heimili og fyrirtæki mun hækka á næstu árum. Þess vegna spurðum við okkur hvað hægt væri að gera í málunum, sérstaklega litið til framtíðar, og höfum ákveðið að skoða nánar og fóstra betur hugmyndir um smávirkjanir.“Hjalti þór VignissonÞeir virkjunarkostir sem helst hafa verið í umræðunni um fallvatnsvirkjanir í landi sveitarfélagsins undanfarið eru Svínafellsá, Kapaldalsá og Skriðulækur, sem Orkustofnun tiltók í úttekt fyrir nokkrum árum. Hjalti segir að í framhaldinu ætli bæjaryfirvöld að koma á samstarfi við bændur, landeigendur og áhugafólk um að leita að öðrum og jafnvel fýsilegri kostum í virkjun fallvatna. Aðspurður segir Hjalti þó að þessi verkefni muni ekki verða til þess að gera sveitarfélagið sjálfbært um orku þar sem notkun svæðisins sé á bilinu 20 til 30 megavött. „Með þessar smávirkjanir erum við að horfa á stærð sem er kannski um eitt megavatt. Það yrði þá fyrst og fremst gott fyrir byggðina í nágrenni virkjunarinnar og síðan yrði afgangurinn seldur inn á kerfið.“ Hjalti bætir því við að margir fleiri kostir séu í skoðun og ýmislegt hafi komið fram á ráðstefnu um orkumál, sem bærinn stóð fyrir síðasta vetur. Meðal annars standi nú yfir prófanir með sjávarhverfil til virkjunar raforku úr sjávarföllum í Mikleyjaráli skammt frá Höfn. „Í þessum málum verðum við að horfa til langs tíma, næstu tíu eða tuttugu ára, og það erum við einmitt að gera.“ Litlar en mikilvægar stoðir í kerfinu Smávirkjanir eru allnokkrar á Íslandi og framleiða alls 131 gígavattsstund af rafmagni. Það er þó einungis brot af heildarframleiðslu hér á landi, sem er 17.548 gígavattsstundir. Mikilvægi virkjananna er þó meira en sem því nemur, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindanýtingar hjá Orkustofnun; bæði fyrir raforkukerfið sjálft og fyrir búsetu í landinu. „Smávirkjanir leggja kannski ekki mikið inn í kerfið ef á heildina er litið, en þær geta verið mikilvægar á ákveðnum stöðum," segir hann. „Til að mynda virkjunin í Kolku í Skagafirði, sem var tengd við kerfi RARIK, en staðsetning hennar gerði óþarft að byggja nýja línu til Siglufjarðar. Þá er virkjun í Hvestu í Arnarfirði sem er afar mikilvæg fyrir sunnanverða Vestfirði. Auk þess geta smávirkjanir líka dregið úr kostnaði fyrir bændur, jafnvel skapað þeim tekjur ef þeir framleiða inn á kerfið, og það getur jafnvel riðið baggamuninn með búsetu á bænum líkt og hver önnur hliðarbúgrein.“ Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira
Sveitarfélagið Hornafjörður stefnir að meiri sjálfbærni í orkuöflun og –nýtingu á komandi árum og telur verkfræðistofan Verkís í úttekt að marga fýsilega virkjunarkosti sé að finna í landi sveitarfélagsins. Þeir kalli þó á nánari úttekt og segir Hjalti Þór Vignisson bæjarstjóri að verkefnið sé enn á grunnstigi. „Við erum á köldu svæði og hér eru ekki stórir virkjanakostir,“ segir hann. „Þó að hér sé að vísu heitt vatn er það ekki í nægjanlegu magni og það er ljóst að orkukostnaður fyrir heimili og fyrirtæki mun hækka á næstu árum. Þess vegna spurðum við okkur hvað hægt væri að gera í málunum, sérstaklega litið til framtíðar, og höfum ákveðið að skoða nánar og fóstra betur hugmyndir um smávirkjanir.“Hjalti þór VignissonÞeir virkjunarkostir sem helst hafa verið í umræðunni um fallvatnsvirkjanir í landi sveitarfélagsins undanfarið eru Svínafellsá, Kapaldalsá og Skriðulækur, sem Orkustofnun tiltók í úttekt fyrir nokkrum árum. Hjalti segir að í framhaldinu ætli bæjaryfirvöld að koma á samstarfi við bændur, landeigendur og áhugafólk um að leita að öðrum og jafnvel fýsilegri kostum í virkjun fallvatna. Aðspurður segir Hjalti þó að þessi verkefni muni ekki verða til þess að gera sveitarfélagið sjálfbært um orku þar sem notkun svæðisins sé á bilinu 20 til 30 megavött. „Með þessar smávirkjanir erum við að horfa á stærð sem er kannski um eitt megavatt. Það yrði þá fyrst og fremst gott fyrir byggðina í nágrenni virkjunarinnar og síðan yrði afgangurinn seldur inn á kerfið.“ Hjalti bætir því við að margir fleiri kostir séu í skoðun og ýmislegt hafi komið fram á ráðstefnu um orkumál, sem bærinn stóð fyrir síðasta vetur. Meðal annars standi nú yfir prófanir með sjávarhverfil til virkjunar raforku úr sjávarföllum í Mikleyjaráli skammt frá Höfn. „Í þessum málum verðum við að horfa til langs tíma, næstu tíu eða tuttugu ára, og það erum við einmitt að gera.“ Litlar en mikilvægar stoðir í kerfinu Smávirkjanir eru allnokkrar á Íslandi og framleiða alls 131 gígavattsstund af rafmagni. Það er þó einungis brot af heildarframleiðslu hér á landi, sem er 17.548 gígavattsstundir. Mikilvægi virkjananna er þó meira en sem því nemur, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindanýtingar hjá Orkustofnun; bæði fyrir raforkukerfið sjálft og fyrir búsetu í landinu. „Smávirkjanir leggja kannski ekki mikið inn í kerfið ef á heildina er litið, en þær geta verið mikilvægar á ákveðnum stöðum," segir hann. „Til að mynda virkjunin í Kolku í Skagafirði, sem var tengd við kerfi RARIK, en staðsetning hennar gerði óþarft að byggja nýja línu til Siglufjarðar. Þá er virkjun í Hvestu í Arnarfirði sem er afar mikilvæg fyrir sunnanverða Vestfirði. Auk þess geta smávirkjanir líka dregið úr kostnaði fyrir bændur, jafnvel skapað þeim tekjur ef þeir framleiða inn á kerfið, og það getur jafnvel riðið baggamuninn með búsetu á bænum líkt og hver önnur hliðarbúgrein.“
Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Erlent Fleiri fréttir Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Sjá meira