Innlent

Franska parið fundið

Franska parið sem björgunarsveitir leituðu að á Fjallabaksleið-Nyrðri í gærkvöldi og fram á nótt er komið fram. Þyrla Landheglilsgæslunnar flutti það til byggða á tíunda tímanum í morgun.

Það hringdi eftir aðstoð um miðjan dag í gær eftir að koinan hafði meiðst á fæti og gat ekki gengið lengra. Það  taldi sig þá  vera statt austan við Landmannalaugar í grennd við Grænalón. Síðan heyrðist ekki meira frá fólkinu og var jafnvel talið að það hefði fengið far með öðru ferðafólki og gleymt að láta vita af því. En þegar verið var að undirbúa frekari leit í morgun hafði það aftur samband og sagðist vera norðvestur af Skeiðarárjökli.

Engin akvegur er þar um slóðir og hefðu björgunarmenn því þurft að bera konuna langa leið, og var því óskað eftir þyrlu Gæslunnar. Fólkið var híft um borð og síðan var flogið með það að Skaftafelli, þar sem sjúkrabíll beið og flutti konuna til læknis. Fóllkið mun hafa verið vel á sig komið, fyrir utan meiðsli konunnar. Ekki hefur komið fram af hverju fólkið lét svo langan tíma líða á milli símtala við björgunaraðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×