Innlent

Magnús verður framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks

Magnús Sigurbjörnsson
Magnús Sigurbjörnsson
Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ráðið Magnús Sigurbjörnsson framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Magnús tekur við af Þóreyju Vilhjálmsdóttur sem nú er aðstoðarmaður innanríkisráðherra.

Magnús er 26 ára gamall Reykvíkingur. Hann lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands og B.Sc. gráðu í tölvunarfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Undanfarið ár hefur Magnús starfað hjá Sjálfstæðisflokknum með sérstaka áherslu á vefstjórnun og samfélagsmiðla auk þess sem hann hefur verið framkvæmdastjóri austurríska tölfræðifyrirtækisins RunningBall hér á Íslandi frá árinu 2007.

Magnús hefur verið virkur í félagsmálum og var m.a. formaður félags tölvunarfræðinema í Háskólanum í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×