Innlent

Vill skýringar frá ráðuneyti

Brjánn Jónasson skrifar
Róbert Spanó
Róbert Spanó
Umboðsmaður Alþingis fer fram á upplýsingar frá heilbrigðisráðuneytinu vegna sumarlokana hjá Sjúkratryggingum Íslands og úrskurðarnefnd almannatrygginga.

Eins og fram hefur komið í fjölmiðlum er verða Sjúkratryggingar lokaðar frá 18. júlí til 7. ágúst. Starfsemi úrskurðarnefndar almannatrygginga liggur lengur niðri, frá 1. júlí til 6. ágúst. Í báðum tilvikum er skýringin sögð niðurskurður.

Róbert Spanó, settur umboðsmaður Alþingis, hefur nú óskað eftir því að heilbrigðisráðueytið svari spurningum um málið. Hann vill til dæmis vita hvort ráðuneytið hafi vitað af sumarlokununum fyrirfram. Þá spyr hann hvernig ráðuneytið telji lokanirnar fara saman við kröfur um skjóta málsmeðferð sem gerðar séu til bæði Sjúkratrygginga og úrskurðarnefndarinnar.

Telji ráðuneytið það ekki samrýmast skyldum Sjúkratrygginga og úrskurðarnefndarinnar að loka yfir sumartímann óskar umboðsmaður Alþingis eftir því að ráðuneytið upplýsi hvernig það hyggist bregðast við lokununum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×