Innlent

Útnesvegi lokað vegna umferðaróhapps

Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar
Fréttastofu var að berast tilkynning frá lögreglunni á Snæfellsnesi um að Útnesvegur, rétt vestan við Arnarstapa, hefði verið lokað um óákveðin tíma vegna umferðaróhapps.

Engin slys urðu á fólki, en vegurinn verður lokaður á meðan björgunarmenn fjarlægja bíl og hjólhýsi af veginum. Talsverð umferð er um veginn og tafir gætu því orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×