Innlent

Vél Icelandair snúið við vegna flugdólgs

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
mynd/anton
Vél Icelandair á leið frá Keflavík til Seattle var snúið við eftir tæplega klukkustundarlangt flug og lenti á Keflavíkurflugvelli um sjöleytið í kvöld.

Ástæðuna segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, vera „óásættanlega hegðun“ farþega í vélinni og var hann afhentur lögreglu við lendingu.

Að sögn farþega í vélinni var um að ræða mann sem reyndi að opna hurð vélarinnar, en Guðjón gat ekki staðfest það við fréttastofu.

Vélin er væntanleg aftur í loftið innan skamms en öryggisreglur kveða á um að skipta þurfi um áhöfn í tilfellum sem þessum, og því hafa frekari tafir orðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×