Innlent

Sæfarar komnir til Þórshafnar

Leiðin sem áætlað er að róa er um 2000 km í beinni línu og hefur aldrei verið róin áður svo vitað sé.
Leiðin sem áætlað er að róa er um 2000 km í beinni línu og hefur aldrei verið róin áður svo vitað sé. mynd/facebook
Íslendingarnir fjórir sem eru að róa á sérstökum úthafsróðrarbát frá Noregi til Íslands komu að landi í Þórshöfn í Færeyjum í dag eftir tveggja daga róður frá Porkeri á Suðurey.

Til Porkeri réru þeir frá Orkneyjum og er sú vegalengd 190 sjómílur í beinni línu. Þeir eru núna búnir með 70% af leiðinni til Íslands.

Í tilkynningu frá leiðangrinum segir að takist þeim ætlunarverk sitt að róa frá Noregi alla leið til Íslands komist afrekið í heimsmetabók Guinness. Leiðin sem áætlað er að róa er um 2000 km í beinni línu og hefur aldrei verið róin áður svo vitað sé.

Leiðangurinn hófst 17. maí í Kristiansand í Noregi og 17. júní s.l. komu þeir til Orkneyja. Mesti hluti tímans hefur farið í að bíða eftir hagstæðu veðri.

Sægarparnir voru kátir við komuna í Þórshöfn. Frá vinstri: Eyþór Eðvarðsson, Hálfdán Freyr Örnólfsson, Kjartan Jakob Hauksson og Svanur Wilcox.mynd/facebook



Fleiri fréttir

Sjá meira


×