"Við erum fremur bjartsýn" Hrund Þórsdóttir skrifar 31. júlí 2013 18:30 Samningsaðilar mættu á Eiríksstaði upp úr klukkan ellefu í morgun og stóðu fundahöld fram eftir degi. Gert var fundarhlé en aftur verður sest að samningaborðinu nú klukkan sjö til að ræða nýjar hugmyndir. Hvaða hugmyndir eru þetta sem verið er að ræða? „Ég get lítið farið út í það. Við þurfum að máta þetta og það hefur verið farið fram og aftur með alls konar hluti. Nú er eitthvað í gangi sem við viljum skoða nánar og máta inn í okkar umhverfi og erum fremur bjartsýn,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Hefur eitthvað nýtt fjármagn komið inn í þetta? „Nei, ekki okkur vitanlega en menn eru að teygja sig og finna leiðir.“ Hverjar nákvæmlega eru kröfurnar hjá ykkur? „Ja, það er nú erfitt að fara að segja það núna því ég vil ekki segja hvað við erum að tala um.“ Katrín segir að geislafræðingar vilji fá metið að þeir séu mjög sérhæfð starfsstétt og að inni í myndinni sé að búa til kerfi sem ekki gagnist öllum strax. Af hverju viljið þið ekki segja hverjar kröfurnar hjá ykkur eru? „Jú sko, það hefur verið, eins og ég segi ... Við erum að tala um ýmsa þætti og þetta hreyfist mjög til. Það er búið að vera að segja að við séum með kröfur út úr geimnum en þegar menn fara að skoða þetta í því samhengi sem við erum að tala um þá er það ekki alveg þannig.“ Katrín segir mjög alvarlega stöðu skapast ef geislafræðingar ganga út en hún veit ekki hvað felst í neyðaráætlun spítalans sem þá tekur við. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, kvaðst í samtali við fréttastofu í dag bjartsýnn að eðlisfari en vildi ekki tjá sig nánar um málið. Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira
Samningsaðilar mættu á Eiríksstaði upp úr klukkan ellefu í morgun og stóðu fundahöld fram eftir degi. Gert var fundarhlé en aftur verður sest að samningaborðinu nú klukkan sjö til að ræða nýjar hugmyndir. Hvaða hugmyndir eru þetta sem verið er að ræða? „Ég get lítið farið út í það. Við þurfum að máta þetta og það hefur verið farið fram og aftur með alls konar hluti. Nú er eitthvað í gangi sem við viljum skoða nánar og máta inn í okkar umhverfi og erum fremur bjartsýn,“ segir Katrín Sigurðardóttir, formaður Félags geislafræðinga. Hefur eitthvað nýtt fjármagn komið inn í þetta? „Nei, ekki okkur vitanlega en menn eru að teygja sig og finna leiðir.“ Hverjar nákvæmlega eru kröfurnar hjá ykkur? „Ja, það er nú erfitt að fara að segja það núna því ég vil ekki segja hvað við erum að tala um.“ Katrín segir að geislafræðingar vilji fá metið að þeir séu mjög sérhæfð starfsstétt og að inni í myndinni sé að búa til kerfi sem ekki gagnist öllum strax. Af hverju viljið þið ekki segja hverjar kröfurnar hjá ykkur eru? „Jú sko, það hefur verið, eins og ég segi ... Við erum að tala um ýmsa þætti og þetta hreyfist mjög til. Það er búið að vera að segja að við séum með kröfur út úr geimnum en þegar menn fara að skoða þetta í því samhengi sem við erum að tala um þá er það ekki alveg þannig.“ Katrín segir mjög alvarlega stöðu skapast ef geislafræðingar ganga út en hún veit ekki hvað felst í neyðaráætlun spítalans sem þá tekur við. Björn Zoega, forstjóri Landspítalans, kvaðst í samtali við fréttastofu í dag bjartsýnn að eðlisfari en vildi ekki tjá sig nánar um málið.
Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Sjá meira