Enski boltinn

Draumurinn heldur áfram hjá Rio

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

„Ég er svo ánægður með að hafa skrifað undir nýjan eins árs samning fyrir þetta frábæra félag,“ sagði Rio Ferdinand, varnarmaður Manchester United.

David Moyes var ekki lengi að bjóða Ferdinand nýjan samning en sá fyrrnefndi tók við knattspyrnustjórn félagsins nú á dögunum.

„Þetta er draumurinn. Nú er það bara næsta tímabil,“ skrifaði Ferdinand á Twitter-síðuna sína.

„Það dylst engum að síðasta tímabil hjá Rio var eitt hans besta hjá félaginu. Jafnvel þeir sem standa utan félagsins sjá að hann er líka afar mikilvægur í klefanum,“ sagði Moyes við heimasíðu United.

„Ég er því mjög ánægður með að hann hafi skrifað undir nýjan samning og ég hlakka til að vinna með honum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×