Enski boltinn

Lampard verður áfram hjá Chelsea

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Chelsea hefur staðfest að Frank Lampard verði áfram hjá félaginu en hann hefur skrifað undir nýjan eins árs samning.

Þetta verður hans þrettánda tímabil hjá Chelsea en fyrr í vetur var greint frá því að Lampard yrði líklega ekki áfram, eftir að samningaviðræður sigldu í strand.

En þráðurinn var tekinn upp að nýju og hafa viðræður borið árangur. Lampard varð á dögunum markahæsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann skoraði tvö mörk í sigri á Aston Villa. Hann er nú kominn með 203 mörk alls.

Í gær varð hann svo Evrópumeistari með Chelsea annað árið í röð er liðið vann Benfica í úrslitaleik Evrópudeildar UEFA.

Hann hefur spilað alls 607 leiki með Chelsea og er í hópi aðeins þriggja leikmanna sem hefur náð að spila meira en 600 leiki í bláu treyjunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×