Enski boltinn

Villa sagður á leið til Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images

Spænskir fjölmiðlar fullyrtu í gærkvöldi að Tottenham hefði komist að samkomulagi við Barcelona um kaup á sóknarmanninum David Villa.

Fréttirnar hafa ekki verið staðfestar en fram kom á spænskri útvarpsstöð í gær að Tottenham myndi kaupa kappann á tólf milljónir evra.

Villa hefur verið orðaður við Arsenal en Andre Villas-Boas muns samkvæmt þessu náð að sannfæra kappann um að koma frekar til Tottenham.

Talið er mjög líklegt að Villa muni fara frá Barcelona á næstu vikum en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Hann hefur glímt við meiðsli að undanförnu en þó skorað níu mörk í 25 leikjum með Börsungum í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×