Hafa femínistar eyðilagt fegurðarsamkeppnir? Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 8. september 2013 09:47 Ísland á fulltrúa í ungfrú Alheimur í ár. Mynd úr safni. Það er talið ólíklegt að Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur eigi möguleika á sigri, þrátt fyrir að vera falleg. Þetta kemur fram á vefsíðu sem fjallar um keppnina. Keppnin verður haldin 28. september næstkomandi í Indónesíu. Á vefsíðunni kemur fram að ástæðan sé sú að Sigríður hafi lítið verið kynnt. Hún hafi skyndilega verið boðuð til þátttöku en ekki sé mikið vitað um hana. Á vefsíðunni segir að þrátt fyrir að Ísland hafi þrisvar sinnum unnið fyrsta sæti í keppninni þá virðist vera mikil andstaða gegn fegurðarsamkeppnum hér á landi. Femínistar á Íslandi séu að gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja fyrir mótshöldurum slíkra keppna. Sigríður sem er mætt á keppnisstað, segist vera spennt fyrir keppninni og lætur þessi ummæli ekkert á sig fá. Hún segist jafnframt ekki sjá neitt að því að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hún geri þetta af fúsum og frjálsum vilja og líti á það sem sinn rétt að taka þátt. „Við erum 130 stelpur sem erum að njóta þess að vera hérna saman, ég á orðið vini alls staðar í heiminum,“ segir Sigríður.Snertir samfélagið í heild - Staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands telur að það séu fleiri en femínistar sem að átta sig á því að staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar á fegurð, geti verið skaðlegar fyrir ungar stúlkur og það samfélag sem við viljum búa í. „Ég held að mörgum finnist þessar keppnir bara vera hálf glataðar og það er ekki bara skoðun yfirlýstra femínista,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi verið mikil umræða um fegurðarsamkeppnir. Það sé umræða sem alltaf skjóti upp kollinum reglulega. Steinunn segist líka alltaf vera jafn hissa á hvað fólk er tilbúið að taka þátt í svona keppnum, en eins og hafi komið í ljós og verið mikið í fréttum þá séu þátttakendur feguðrarsamkeppna oft krafðar til þess að varpa frá sér ýmsum réttindum og í ljós hafi komið að stelpurnar ráða sér ekki mikið sjálfar þegar þær hafa skráð sig til keppni.„Auðvitað ræður fólk hvað það gerir en konur mega ekki gleyma því að það sem hver og ein gerir hefur ekki bara áhrif á hana sjálfa, það snertir samfélagið í heild sinni. Ungar stúlkur lesa umfjallanir um þessar fallegu stúlkur og áherslan er öll á útlit, en það er bara svo margt annað sem skiptir máli i lífinu en að vera falleg,“ segir hún. Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Það er talið ólíklegt að Sigríður Dagbjört Ásgeirsdóttir, fulltrúi Íslands í fegurðarsamkeppninni Ungfrú Alheimur eigi möguleika á sigri, þrátt fyrir að vera falleg. Þetta kemur fram á vefsíðu sem fjallar um keppnina. Keppnin verður haldin 28. september næstkomandi í Indónesíu. Á vefsíðunni kemur fram að ástæðan sé sú að Sigríður hafi lítið verið kynnt. Hún hafi skyndilega verið boðuð til þátttöku en ekki sé mikið vitað um hana. Á vefsíðunni segir að þrátt fyrir að Ísland hafi þrisvar sinnum unnið fyrsta sæti í keppninni þá virðist vera mikil andstaða gegn fegurðarsamkeppnum hér á landi. Femínistar á Íslandi séu að gera allt hvað þeir geta til að eyðileggja fyrir mótshöldurum slíkra keppna. Sigríður sem er mætt á keppnisstað, segist vera spennt fyrir keppninni og lætur þessi ummæli ekkert á sig fá. Hún segist jafnframt ekki sjá neitt að því að stelpur taki þátt í svona keppnum. Hún geri þetta af fúsum og frjálsum vilja og líti á það sem sinn rétt að taka þátt. „Við erum 130 stelpur sem erum að njóta þess að vera hérna saman, ég á orðið vini alls staðar í heiminum,“ segir Sigríður.Snertir samfélagið í heild - Staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar Steinunn Rögnvaldsdóttir, talskona Femínistafélags Íslands telur að það séu fleiri en femínistar sem að átta sig á því að staðlaðar útlitskröfur og kassalegar skilgreiningar á fegurð, geti verið skaðlegar fyrir ungar stúlkur og það samfélag sem við viljum búa í. „Ég held að mörgum finnist þessar keppnir bara vera hálf glataðar og það er ekki bara skoðun yfirlýstra femínista,“ segir Steinunn. Hún nefnir sem dæmi að síðasta vor hafi verið mikil umræða um fegurðarsamkeppnir. Það sé umræða sem alltaf skjóti upp kollinum reglulega. Steinunn segist líka alltaf vera jafn hissa á hvað fólk er tilbúið að taka þátt í svona keppnum, en eins og hafi komið í ljós og verið mikið í fréttum þá séu þátttakendur feguðrarsamkeppna oft krafðar til þess að varpa frá sér ýmsum réttindum og í ljós hafi komið að stelpurnar ráða sér ekki mikið sjálfar þegar þær hafa skráð sig til keppni.„Auðvitað ræður fólk hvað það gerir en konur mega ekki gleyma því að það sem hver og ein gerir hefur ekki bara áhrif á hana sjálfa, það snertir samfélagið í heild sinni. Ungar stúlkur lesa umfjallanir um þessar fallegu stúlkur og áherslan er öll á útlit, en það er bara svo margt annað sem skiptir máli i lífinu en að vera falleg,“ segir hún.
Mest lesið Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Innlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari Innlent 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Innlent Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Innlent Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira