Fótbolti

Kolbeinn: Mikilvægasti leikur Íslands í sögunni framundan

Stefán Árni Pálsson skrifar
„Mér finnst það algjört aukaatriði þó ég skori í leikjum og það mikilvægasta var að ná í þessi þrjú stig,“ segir markaskorarinn Kolbeinn Sigþórsson, eftir sigurinn, 2-0,  á Kýpverjum í kvöld.

Kolbeinn hefur nú gert 12 mörk í 18 landsleikjum sem er hreint ótrúleg tölfræði.

„Svona heilt yfir erum við kannski ekkert allt of sáttir með okkar spilamennsku. Við náðum ekki að skora mark snemma leiks eins og lagt var upp með en markið kom loksins í þeim síðari“.

„Það verður ekkert kæruleysi í okkur gegn Norðmönnum. Við þurfum bara að treysta á okkur sjálfa og það er alltaf best. Þetta verður mikilvægasti landsleikur í sögu Íslands og við ætlum í umspilið. Við erum að spila betri bolta en Norðmenn þessa daganna og erum ofar í töflunni. Það kemur ekki til greina að gefa þetta frá okkur núna.“

Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Kolbein hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×