Umfjöllun og viðtöl: ÍA - Breiðablik 0-3 eftir framlengingu Stefán Árni Pálsson skrifar 20. júní 2013 13:29 Breiðablik bar sigur úr býtum, 3-0, gegn ÍA í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikurinn fór fram á Akranesvelli í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0-0 og leikurinn heldur bragðdaufur. Blikar gerði síðan þrjú mörk í framlengingunni og gerðu útum leikinn. Leikurinn var heldur bragðdaufur í fyrri hálfleiknum og fátt markvert gerðist í raun. Ármann Smári Björnsson, leikmaður ÍA, fékk ágætis færi eftir rúmlega tíu mínútna leik en skot hans töluvert hátt yfir. Staðan var því 0-0 í hálfleik og ekkert í spilunum hjá hvorugu liðinu. Ekki var síðari hálfleikurinn mikið skárri og hvorugt liðið engan veginn að finna taktinn. Blikar fengu ágæt færi þegar nokkrar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þá varði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, vel frá Nichlas Rohde og Ellerti Hreinssyni í tvígang. Það eins sem gerðist í síðari hálfleiknum og því er skemmst frá því að segja að staðan varð 0-0 eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti leikinn. Breiðablik var sterkari aðilinn í byrjun framlengingarinnar og kom Tómas Óli Garðarsson með ákveðin kraft í sóknarleik þeirra en hann kom inn á völlinn í byrjun framlengingarinnar og það var síðan Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði fínt mark í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar hann fékk boltann inn í vítateig ÍA, snéri sér á punktinum og þrumaði boltanum í þaknetið. Skagamenn settu allt í sóknarleikinn eftir markið sem hafði þær afleiðingar að Ellert Hreinsson skoraði annað mark gestanna rétt fyrir lok leiksins þegar hann fékk fyrirgjöf frá Nichlas Rohde og renndi boltanum í autt netið. Rétt eftir markið gerði Tómas Óli Garðarsson þriðja mark Blika og leikurinn alveg búinn. Fínn Blikasigur sem var aldrei í sérstakri hættu í framlengingunni. Þeir eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin en dregið verður á morgun. Ólafur: Vil fá Gróttu „Ég er sáttur eftir leikinn, skoruðum þrjú mörk og héldum hreinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn í kvöld. „Við réðum vel við Skagamenn í framlengingunni þar sem þeir spiluðu löngum háum boltum inn í miðja vörn okkar sem hentaði okkur vel til að beita skyndisóknum, en tvö af okkur mörkum í framlengingunni koma eftir hröð upphlaup.“ „Ég er í raun heilt yfir mjög ánægður með alla leikmenn liðsins eftir leikinn.“ „Draumamótherjinn er að sjálfsögðu Grótta.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Strákarnir börðust hetjulega„Strákarnir börðust hetjulega í 90 mínútur í kvöld,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins í kvöld, en hann stóð vaktina þar sem Þórður Þórðarson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins fyrr í vikunni. Þorvaldur Örlygsson er tekinn við liðinu og mun hann stýra ÍA í næsta leik. „Þetta var svosem ágætis leikur í venjulegum leiktíma en samt lítið í spilunum báðum megin á vellinum.“ „Menn geta verið stoltir af sinni frammistöðu í kvöld og sérstaklega eftir þessa viku sem er að enda kominn.“ „Núna er framundan nýtt mót hjá okkur og einskonar úrslitakeppni í næstu fjórum umferðum í Pepsi-deildinni. Þorvaldur [Örlygsson] tekur nú til starfa og stýrir liðinu út leiktíðina.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Gunnleifur: Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti„Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti en við unnum leikinn og erum komnir áfram, það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, eftir sigurinn. „Við bjuggumst við Skagamönnum alveg brjáluðum í leiknum enda liðið að skipta um þjálfara og það eflir oft leikmenn.“ „Mér fannst við taka yfir leikinn seinnipart venjulegs leiktíma og áttum síðan framlenginguna.“ „Við ræddum um það eftir venjulegan leiktíma að það væri mikilvægast að halda haus og þá myndi þetta detta fyrir okkur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira
Breiðablik bar sigur úr býtum, 3-0, gegn ÍA í 16-liða úrslitum Borgunarbikarsins en leikurinn fór fram á Akranesvelli í kvöld. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 0-0 og leikurinn heldur bragðdaufur. Blikar gerði síðan þrjú mörk í framlengingunni og gerðu útum leikinn. Leikurinn var heldur bragðdaufur í fyrri hálfleiknum og fátt markvert gerðist í raun. Ármann Smári Björnsson, leikmaður ÍA, fékk ágætis færi eftir rúmlega tíu mínútna leik en skot hans töluvert hátt yfir. Staðan var því 0-0 í hálfleik og ekkert í spilunum hjá hvorugu liðinu. Ekki var síðari hálfleikurinn mikið skárri og hvorugt liðið engan veginn að finna taktinn. Blikar fengu ágæt færi þegar nokkrar mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma en þá varði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, vel frá Nichlas Rohde og Ellerti Hreinssyni í tvígang. Það eins sem gerðist í síðari hálfleiknum og því er skemmst frá því að segja að staðan varð 0-0 eftir venjulegan leiktíma og framlengja þurfti leikinn. Breiðablik var sterkari aðilinn í byrjun framlengingarinnar og kom Tómas Óli Garðarsson með ákveðin kraft í sóknarleik þeirra en hann kom inn á völlinn í byrjun framlengingarinnar og það var síðan Elfar Árni Aðalsteinsson sem skoraði fínt mark í lok fyrri hálfleiks framlengingarinnar þegar hann fékk boltann inn í vítateig ÍA, snéri sér á punktinum og þrumaði boltanum í þaknetið. Skagamenn settu allt í sóknarleikinn eftir markið sem hafði þær afleiðingar að Ellert Hreinsson skoraði annað mark gestanna rétt fyrir lok leiksins þegar hann fékk fyrirgjöf frá Nichlas Rohde og renndi boltanum í autt netið. Rétt eftir markið gerði Tómas Óli Garðarsson þriðja mark Blika og leikurinn alveg búinn. Fínn Blikasigur sem var aldrei í sérstakri hættu í framlengingunni. Þeir eru því komnir áfram í 8-liða úrslitin en dregið verður á morgun. Ólafur: Vil fá Gróttu „Ég er sáttur eftir leikinn, skoruðum þrjú mörk og héldum hreinu,“ sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Blika, eftir leikinn í kvöld. „Við réðum vel við Skagamenn í framlengingunni þar sem þeir spiluðu löngum háum boltum inn í miðja vörn okkar sem hentaði okkur vel til að beita skyndisóknum, en tvö af okkur mörkum í framlengingunni koma eftir hröð upphlaup.“ „Ég er í raun heilt yfir mjög ánægður með alla leikmenn liðsins eftir leikinn.“ „Draumamótherjinn er að sjálfsögðu Grótta.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Jón Þór: Strákarnir börðust hetjulega„Strákarnir börðust hetjulega í 90 mínútur í kvöld,“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari liðsins í kvöld, en hann stóð vaktina þar sem Þórður Þórðarson sagði starfi sínu lausu sem þjálfari liðsins fyrr í vikunni. Þorvaldur Örlygsson er tekinn við liðinu og mun hann stýra ÍA í næsta leik. „Þetta var svosem ágætis leikur í venjulegum leiktíma en samt lítið í spilunum báðum megin á vellinum.“ „Menn geta verið stoltir af sinni frammistöðu í kvöld og sérstaklega eftir þessa viku sem er að enda kominn.“ „Núna er framundan nýtt mót hjá okkur og einskonar úrslitakeppni í næstu fjórum umferðum í Pepsi-deildinni. Þorvaldur [Örlygsson] tekur nú til starfa og stýrir liðinu út leiktíðina.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Gunnleifur: Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti„Þetta var ekki brasilískur bílastæðabolti en við unnum leikinn og erum komnir áfram, það er það sem skiptir máli,“ sagði Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, eftir sigurinn. „Við bjuggumst við Skagamönnum alveg brjáluðum í leiknum enda liðið að skipta um þjálfara og það eflir oft leikmenn.“ „Mér fannst við taka yfir leikinn seinnipart venjulegs leiktíma og áttum síðan framlenginguna.“ „Við ræddum um það eftir venjulegan leiktíma að það væri mikilvægast að halda haus og þá myndi þetta detta fyrir okkur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira