Enski boltinn

Aguero framlengdi við City til 2017

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sergio Agüero.
Sergio Agüero. Mynd/AFP

Sergio Agüero, framherji Manchester City, hefur eytt öllum vangaveltum um framtíð sína hjá félaginu með því að framlengja samning sinn um eitt ár.

Sergio Agüero er nú með samning við City-liðið til ársins 2017 en var hafði orðaður við Real Madrid eftir að hann náði ekki að fylgja eftir góðu tímabili í fyrra.

Agüero hefur samt alltaf haldið því fram að hann væri ánægður hjá City og sýndi það í verki með því að skrifa undir framlengingu á samningi sínum.

Sergio Agüero skoraði 23 mörk í 34 leikjum á sínu fyrsta tímabili 2011-12 og þar á meðal var markið sem tryggði liðinu Englandsmeistaratitilinn. Hann var með 12 mörk í 29 deildarleikjum á nýloknu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×