Erlent

Aðeins eitt fríblað fyrir Dani

Þorgils Jónsson skrifar
Fjarað hefur undan fríblöðunum í Danmörku síðustu ár.
Fjarað hefur undan fríblöðunum í Danmörku síðustu ár.
Útgáfu danska fríblaðsins 24timer verður hætt í þessum mánuði. Eftir það verður aðeins eitt fríblað eftir á markaðnum, Metroxpress.

24timer hóf göngu sína árið 2006 þegar fjölmörg fríblöð komu inn á blaðamarkaðinn, þar á meðal Nyhedsavisen, systurblað Fréttablaðsins. Síðan þá hefur fjarað undan fríblöðunum, sérstaklega eftir hrunið 2008.

Sömu eigendur eru að Metroxpress og hyggja þeir á stórsókn með endurbættri útgáfu. Er takmarkið að ná til 600.000 lesenda fyrir sumarið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×