Eiður Smári: Þurfum að vera óhræddir við að tefla fram okkar bestu mönnum 10. september 2013 22:03 „Ég held að sérstaklega í fyrri hálfleik höfum við spilað frábærlega á köflum og það var virkilega gaman að vera inn á,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem kom inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn og þakkaði traustið með góðum leik. „Auðvitað fáum við smá gusu í andlitið með að lenda undir en það er eins og ekkert hafi áhrif á okkur þessa dagana. Við létum það alls ekki ýta okkur út af laginu og héldum bara áfram og trúðum því sem við vorum að gera og það virkaði. „Kannski duttu gæðin úr leiknum eftir að við komumst í 2-1. Við bökkuðum aðeins of mikið og við ætluðum bara að halda í þrjú stig sem tókst. Þetta var ekki fallegt í lokin en þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt. „Ég er sérstaklega ánægður með varnarlínuna í dag. Hún hefur fengið á sig smá krítík fyrir síðasta leik og hvort sem hún sé sanngjörn eða ekki þá sýndum þeir í dag hvers þeir eru megnugir og bara allir saman. Ég held að það hafi hverið stór munur á því að bæði miðjan og fram á við vörðumst við mjög þétt,“ sagði Eiður sem var klár í að skora sjálfur þegar Birkir Bjarnason jafnaði metin. „Ég var eignilega með hann en Birkir öskraði svo hátt að ég lét hann fara. Mér brá svo að heyra í Birki að ég hálfpartinn lét hann fara og hann setti hann inn. Ég vil nú meina að hann hafi komið við mig síðast,“ sagði Eiður og glotti við tönn. „Ég er í fótbolta til að byrja leiki. Ég er í þessu til að byrja leiki og auðvitað fannst mér það frábært en aðalatriðið er að við unnum og sérstaklega að við höfum spilað svona vel. Við náðum að halda spilinu áfram frá því í seinni hálfleik í Sviss. Við tókum hann með okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik, eða í um fimmtíu mínútur sem er frábært og sýnir gæðin í liðinu og sýnir það líka að við þurfum að vera óhræddir við að tefla fram okkar bestu mönnum. „Helst myndum við vilja vera í fyrsta sæti en raunhæft markmið er annað sætið og við tókum stórt skref í dag og það eru tvö stór skref eftir. Þetta eru mjög spennandi tímar. „Það er best að hafa hlutina í okkar eigin höndum og þá getum við engum öðrum um kennt nema sjálfum okkur eftir á. Við höfum öllu að tapa og ég held að við höfum gert okkur grein fyrir því fyrir leikinn í dag. Við vissum að ef við myndum spila á okkur bestu getu að við myndum vinna leikinn. „Ég hef verið heppinn og oft spilað fyrir framan fullan völl hér í Laugardalnum og jafnvel meira en það. Það er frábært og sérstaklega í svona veðri. Við erum mjög þakklátir fyrir stuðninginn sem við höfum fengið og það er ekki sjálfgefið í íslensku haust veðri,“ sagði Eiður Smári að lokum. HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira
„Ég held að sérstaklega í fyrri hálfleik höfum við spilað frábærlega á köflum og það var virkilega gaman að vera inn á,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen sem kom inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn og þakkaði traustið með góðum leik. „Auðvitað fáum við smá gusu í andlitið með að lenda undir en það er eins og ekkert hafi áhrif á okkur þessa dagana. Við létum það alls ekki ýta okkur út af laginu og héldum bara áfram og trúðum því sem við vorum að gera og það virkaði. „Kannski duttu gæðin úr leiknum eftir að við komumst í 2-1. Við bökkuðum aðeins of mikið og við ætluðum bara að halda í þrjú stig sem tókst. Þetta var ekki fallegt í lokin en þetta þarf ekki alltaf að vera fallegt. „Ég er sérstaklega ánægður með varnarlínuna í dag. Hún hefur fengið á sig smá krítík fyrir síðasta leik og hvort sem hún sé sanngjörn eða ekki þá sýndum þeir í dag hvers þeir eru megnugir og bara allir saman. Ég held að það hafi hverið stór munur á því að bæði miðjan og fram á við vörðumst við mjög þétt,“ sagði Eiður sem var klár í að skora sjálfur þegar Birkir Bjarnason jafnaði metin. „Ég var eignilega með hann en Birkir öskraði svo hátt að ég lét hann fara. Mér brá svo að heyra í Birki að ég hálfpartinn lét hann fara og hann setti hann inn. Ég vil nú meina að hann hafi komið við mig síðast,“ sagði Eiður og glotti við tönn. „Ég er í fótbolta til að byrja leiki. Ég er í þessu til að byrja leiki og auðvitað fannst mér það frábært en aðalatriðið er að við unnum og sérstaklega að við höfum spilað svona vel. Við náðum að halda spilinu áfram frá því í seinni hálfleik í Sviss. Við tókum hann með okkur, sérstaklega í fyrri hálfleik, eða í um fimmtíu mínútur sem er frábært og sýnir gæðin í liðinu og sýnir það líka að við þurfum að vera óhræddir við að tefla fram okkar bestu mönnum. „Helst myndum við vilja vera í fyrsta sæti en raunhæft markmið er annað sætið og við tókum stórt skref í dag og það eru tvö stór skref eftir. Þetta eru mjög spennandi tímar. „Það er best að hafa hlutina í okkar eigin höndum og þá getum við engum öðrum um kennt nema sjálfum okkur eftir á. Við höfum öllu að tapa og ég held að við höfum gert okkur grein fyrir því fyrir leikinn í dag. Við vissum að ef við myndum spila á okkur bestu getu að við myndum vinna leikinn. „Ég hef verið heppinn og oft spilað fyrir framan fullan völl hér í Laugardalnum og jafnvel meira en það. Það er frábært og sérstaklega í svona veðri. Við erum mjög þakklátir fyrir stuðninginn sem við höfum fengið og það er ekki sjálfgefið í íslensku haust veðri,“ sagði Eiður Smári að lokum.
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Segir að Dowman sé eins og Messi Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Sjá meira