Fótbolti

Eiður tekur sæti Helga Vals í byrjunarliðinu

Eiður Smári.
Eiður Smári.
Eiður Smári Guðjohnsen kemur inn í byrjunarlið Íslands fyrir leikinn gegn Albaníu í kvöld.

Eiður tekur sæti Helga Vals Daníelssonar en hann var í byrjunarliðinu gegn Sviss. Þetta kemur fram á fótbolti.net.

Eiður fer í fremstu víglínu við hlið Kolbeins Sigþórssonar en Gylfi Þór Sigurðsson færir sig inn á miðjuna við hlið Arons Einars.

Þessi uppstilling gerði gæfumuninn gegn Sviss og gerir það vonandi líka í kvöld.

Byrjunarlið Íslands:

Hannes Þór Halldórsson

Birkir Már Sævarsson

Kári Árnason

Ragnar Sigurðsson

Ari Freyr Skúlason

Jóhann Berg Guðmundsson

Aron Einar Gunnarsson

Gylfi Þór Sigurðsson

Birkir Bjarnason

Eiður Smári Guðjohnsen

Kolbeinn Sigþórsson






Fleiri fréttir

Sjá meira


×