Fótbolti

Birkir Már: Búinn að dreyma um HM lengi

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Strákarnir fagna sigurmarki Kolbeins í kvöld.
Strákarnir fagna sigurmarki Kolbeins í kvöld. mynd/valli
„Þetta var mjög sterkur sigur. Við vorum miklu betri í fyrri hálfleik og í seinni hálfleik settu þeir aðeins á okkur um miðbikið en annars heilt yfir var þetta frábær barátta og frábært spil á stórum köflum,“ sagði Birkir Már Sævarsson hægri bakvörður Íslands sem lagði upp bæði mörk liðsins í kvöld með fyrirgjöfum frá hægri.

„Eina leiðin til að svara krítík er að spila vel og við skulduðum liðsfélögum og þjóðinni allri góðri frammistöðu,“ sagði Birkir Már sem hefur eins og varnarlínan mátt þola mikla gagnrýni eftir síðustu leiki undankeppninnar.

„Það munar þegar allir hlaupa og berjast endalaust. Við fengum mikla hjálp frá miðjunni,“ sagði Birkir Már sem var mjög sáttur við sinn leik.

„Það var mjög sætt að sjá boltann fara í netið í bæði skiptin. Þetta var svolítið uppreist æru,“ sagði Birkir sem telur Ísland eiga góða möguleika að að tryggja annað sætið í riðlinum.

„Við eigum góða möguleika á að taka sex stig í leikjunum tveimur sem eftir eru. Við erum með betra lið en Kýpur. Við eigum að vinna þann leik og mér finnst við líka vera með betra lið en Noregur.

„Að sjálfsögðu er mig farið að dreyma um HM. Ég er búinn að dreyma um HM lengi núna,“ sagði Birkir Már að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×