Lífið

Alþjóðleg verðlaun veitt fyrir vestan

Ólöf Skaftadóttir skrifar
Garðurinn Skrúður á Núpi við Dýrafjörð
Garðurinn Skrúður á Núpi við Dýrafjörð
Fyrr á þessu ári hlaut garðurinn Skrúður á Núpi við Dýrafjörð, alþjóðleg verðlaun sem kennd eru við ítalska arkitektinn Carlo Scarpa.

Benetton rannsóknastofnunin í Treviso á Ítalíu veitir Carlo Scarpa verðlaunin á hverju ári. Þeim er ætlað að vekja athygli á stað sem hefur sérstaklega ríku hlutverki að gegna í sögulegu og skapandi tilliti auk hins náttúrulega gildis.

Carlo Scarpa var einn frægasti arkitekt Ítala á 20. öld og eitt helsta átrúnaðargoð Guðjóns Samúelssonar húsameistara og Rögnvaldar Ólafssonar á Ísafirði.

Af þessu tilefni verður efnt til hátíðardagskrár á Ísafirði á sunnudaginn.

Fulltrúar úr valnefnd og stjórn menningarsjóðs Benetton, sem verðlaunin veita, verða viðstaddir og er einn þeirra höfuð stofnunarinnar. Fulltrúarnir munu fræða ráðstefnugesti um sjóðinn, verðlaunin og arkitektinn Carlo Scarpa.

Ráðstefnan  fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sunnudaginn 21. júlí næstkomandi.

Í lok hátíðardagskrár verður opnuð sýning sem gerð var um Skrúð og sett upp á Ítalíu við afhendingu verðlaunanna í vor.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.