Fótbolti

Aron gerði tvö og lagði upp eitt fyrir AZ

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd / Getty Images
Hollenska knattspyrnuliðið AZ Alkmaar vann flottan sigur, 3-0, á MVV Maastricht í æfingaleik en Aron Jóhannsson, leikmaður AZ, gerði tvö mörk í leiknum auk þess sem hann lagði upp eitt fyrir liðsfélaga sinn.

Jan Wuytens skoraði þriðja mark AZ í leiknum en liðið mætir Ajax 27. júlí í leiknum um meistari meistaranna.

Aron Jóhannsson kom til AZ fyrr á árinu og byrjar undirbúningstímabilið þræl vel.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×