Fótbolti

Hitað upp í Þróttaraheimilinu og í Ölveri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Stuðningsmenn Íslands á leiðinni á völlinn.
Stuðningsmenn Íslands á leiðinni á völlinn. Mynd/Tólfan
Stuðningsmenn íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu eiga þess kost að hita upp fyrir leikinn í Laugardalnum.

Í félagsheimili Þróttar verður tendrað í grillinu klukkan 17 og drykkir til sölu. Góður gestur mætir og fer yfir byrjunarlið Íslands og leikskipulag þess. Þá verða sýndir hápunktar úr síðustu leikjum liðsins.

Á Ölveri í Glæsibæ kemur Tólfan, stuðningssveit landsliðsins saman, og hvetur aðra stuðningsmenn til að slást í hópinn. Heimir Hallgrímsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins, mætir á svæðið klukkan 17 og ræðir við gesti.

Lúðrasveit fylgir svo stuðningsmönnunum í skrúðgöngu úr Glæsibæ og á Laugardalsvöllinn.

Leikurinn hefst klukkan 19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×