Vesturbyggð vill ræða sameiningu við Tálknafjörð Þorgils Jónsson skrifar 6. ágúst 2013 09:00 Bæjarráð Vesturbyggðar hefur óskað eftir viðræðum við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaganna. Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð vilja hefja viðræður við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaga með það að markmiði að kosið verði um sameininguna í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Bæjarráð Vesturbyggðar óskaði á síðasta fundi sínum eftir formlegum viðræðum við hreppsnefnd Tálknafjarðar um málið. Vesturbyggð varð til með sameiningu Patreksfjarðar-, Bíldudals-, Barðastrandar- og Rauðasandshrepps árið 1994, en árið áður höfðu íbúar Tálknafjarðar hafnað sameiningu í kosningum og þeir gerðu slíkt hið sama áður en sameining Vesturbyggðar gekk í gegn.Árið 2005 var enn á ný kosið og höfnuðu bæði Tálknfirðingar og íbúar Vesturbyggðar sameiningaráformum. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að síðustu ár hafi samstarf milli sveitarfélaganna aukist til muna, meðal annars á sviðum félags- og skipulagsmála. „Í ljósi þess og þeirrar uppbyggingar sem er að verða hér á sunnanverðum Vestfjörðum er bara eðlilegt að skoða þennan valkost,“ segir hún og bætir við aðspurð að hugur fólks á svæðinu standi til enn frekara samstarfs. „Já, ekki spurning. Þetta gengur allt út á það að efla bæði sveitarfélögin og bjóða upp á betri þjónustu við íbúana.“ Rekstur Vesturbyggðar gekk lengi illa en viðsnúningur hefur verið síðustu árin, sem Ásthildur segist aðspurð trúa að muni skipta máli í sameiningarþreifingum. „Já, vafalaust. Við teljum okkur vera orðin sjálfbær í rekstri og sveitarfélagið er sífellt að verða öflugra og tekjugrunnurinn sterkari með öflugra atvinnulífi.“ Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti hreppsnefndar í Tálknafirði, segir að hreppsnefndin komi ekki saman fyrr en í september og fyrr verði ekki tekin formleg afstaða til óskarinnar. „Þetta hefur komið til tals annað slagið á samráðsfundum sveitarfélaganna, en mín persónulega skoðun í þessum efnum er að við eigum ekki að hreyfa við neinu nema við höfum íbúana að baki okkur.“ Eyrún segir að íbúaþing verði haldið í bænum í haust og þar muni sameining sveitarfélaganna eflaust koma til tals. „En samtal er til alls fyrst, og það er aldrei slæmt að ræða saman um þessa hluti. Við eigum mikið samstarf á mörgum sviðum og framhaldið þarf að vega og meta á hlutlægan hátt.“ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
Bæjaryfirvöld í Vesturbyggð vilja hefja viðræður við Tálknafjarðarhrepp um sameiningu sveitarfélaga með það að markmiði að kosið verði um sameininguna í sveitarstjórnarkosningum á næsta ári. Bæjarráð Vesturbyggðar óskaði á síðasta fundi sínum eftir formlegum viðræðum við hreppsnefnd Tálknafjarðar um málið. Vesturbyggð varð til með sameiningu Patreksfjarðar-, Bíldudals-, Barðastrandar- og Rauðasandshrepps árið 1994, en árið áður höfðu íbúar Tálknafjarðar hafnað sameiningu í kosningum og þeir gerðu slíkt hið sama áður en sameining Vesturbyggðar gekk í gegn.Árið 2005 var enn á ný kosið og höfnuðu bæði Tálknfirðingar og íbúar Vesturbyggðar sameiningaráformum. Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar, segir að síðustu ár hafi samstarf milli sveitarfélaganna aukist til muna, meðal annars á sviðum félags- og skipulagsmála. „Í ljósi þess og þeirrar uppbyggingar sem er að verða hér á sunnanverðum Vestfjörðum er bara eðlilegt að skoða þennan valkost,“ segir hún og bætir við aðspurð að hugur fólks á svæðinu standi til enn frekara samstarfs. „Já, ekki spurning. Þetta gengur allt út á það að efla bæði sveitarfélögin og bjóða upp á betri þjónustu við íbúana.“ Rekstur Vesturbyggðar gekk lengi illa en viðsnúningur hefur verið síðustu árin, sem Ásthildur segist aðspurð trúa að muni skipta máli í sameiningarþreifingum. „Já, vafalaust. Við teljum okkur vera orðin sjálfbær í rekstri og sveitarfélagið er sífellt að verða öflugra og tekjugrunnurinn sterkari með öflugra atvinnulífi.“ Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir, oddviti hreppsnefndar í Tálknafirði, segir að hreppsnefndin komi ekki saman fyrr en í september og fyrr verði ekki tekin formleg afstaða til óskarinnar. „Þetta hefur komið til tals annað slagið á samráðsfundum sveitarfélaganna, en mín persónulega skoðun í þessum efnum er að við eigum ekki að hreyfa við neinu nema við höfum íbúana að baki okkur.“ Eyrún segir að íbúaþing verði haldið í bænum í haust og þar muni sameining sveitarfélaganna eflaust koma til tals. „En samtal er til alls fyrst, og það er aldrei slæmt að ræða saman um þessa hluti. Við eigum mikið samstarf á mörgum sviðum og framhaldið þarf að vega og meta á hlutlægan hátt.“
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira