"Það verður ekki aftur snúið'“ - Hjartagarðinum lokað Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 6. ágúst 2013 12:34 Hjartagarðurinn hefur verið samkomustaður fólksins í borginni. mynd/365 „Það er ekki aftur snúið“, segir Tanya Pollock um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að loka Hjartagarðinum og afhenda einkaaðilum svæðið til uppbyggingar. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis mun Icelandair Hotels, dótturfélag Icelandair Group, opna nýtt hótel í miðbæ Reykjavíkur sumarið 2015. Nokkrar nýbyggingar munu rísa við framkvæmdina en húsið þar sem barinn Celtic Cross er, við Hverfisgötu 26 mun standa áfram sem og húsið við Hverfisgötu 28 en það er friðað. Gamla Sirkus húsið mun hins vegar hverfa og einnig húsið þar sem tónleikastaðurinn Faktorý er nú til húsa. Byggingin við Laugaveg 21, þar sem Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda var til húsa þar til fyrir stuttu, mun standa áfram þrátt fyrir framkvæmdir vegna nýja hótelsins. „Ég skil ekki af hverju það er verið að reka fólkið út af Hemma og Valda, en starfsemi þar hefur gengið vel og vekur athygli ferðamanna,“ segir Tanja. Tanya Pollock og tveir félagar hennar fengu styrk frá Reykjavíkurborg í fyrra til þess að halda úti starfsemi í Hjartagarðinum. Styrkurinn fór í efniskaup en allir sem komu að starfsemi garðsins unnu launalaust. „Fólk kom að okkur og spurði hvers vegna við værum að þrífa þarna, tína upp glerbrot, sópa og annað. Svarið er að Reykjavík er borgin okkar og við viljum gera fínt í kringum okkur. Smám saman fór fleira fólk að taka þátt, hjólabrettastrákar komu og sópuðu áður en þeir fóru á brettin. Fólk tók til í kringum bekkina áður en það settist niður þar til að að eiga góða stund í garðinum. Í október síðasta haust misstu Tanya og félagar hennar styrkinn og síðan hefur svæðið drabbast töluvert niður. „Þetta snýst um hugarfar, hvernig á að nýta svona svæði, Reykjavíkurborg ætti að eiga svona svæði sem eru opin fyrir fólkið, en fólkið er ekki spurt um álit. Þetta hefur verið algjörlega sjálfbært, það er enginn beinlínis að vinna þarna og Reykjavíkurborg hefur og ætti að sjá hver ágóðinn af svona starfi er. Starfsemin í Hjartagarðinum hefur fengið fólk til að hugsa; þetta er borgin mín og hvað get ég lagt af mörkum til að gera hana að betri stað.“ „Nýja torgið verður vonandi góður staður en það verður aldrei eins mikil endurspeglun á samfélagið og fólkið í borginni. Við vonum að fólkið fái nýjan stað til að byggja upp sjálft og við horfum í því tilliti til Breiðholtsins sem er mikið í umræðunni núna um hvernig megi bæta. Því má einnig bæta við að það er fólkið sem skapar menningu, ekki húsin. Við vonum að fólk muni eftir því hversu vel hefur gengið og það er hægt að gera þetta aftur.“ Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira
„Það er ekki aftur snúið“, segir Tanya Pollock um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að loka Hjartagarðinum og afhenda einkaaðilum svæðið til uppbyggingar. Eins og fram hefur komið í fréttum Vísis mun Icelandair Hotels, dótturfélag Icelandair Group, opna nýtt hótel í miðbæ Reykjavíkur sumarið 2015. Nokkrar nýbyggingar munu rísa við framkvæmdina en húsið þar sem barinn Celtic Cross er, við Hverfisgötu 26 mun standa áfram sem og húsið við Hverfisgötu 28 en það er friðað. Gamla Sirkus húsið mun hins vegar hverfa og einnig húsið þar sem tónleikastaðurinn Faktorý er nú til húsa. Byggingin við Laugaveg 21, þar sem Nýlenduvöruverzlun Hemma og Valda var til húsa þar til fyrir stuttu, mun standa áfram þrátt fyrir framkvæmdir vegna nýja hótelsins. „Ég skil ekki af hverju það er verið að reka fólkið út af Hemma og Valda, en starfsemi þar hefur gengið vel og vekur athygli ferðamanna,“ segir Tanja. Tanya Pollock og tveir félagar hennar fengu styrk frá Reykjavíkurborg í fyrra til þess að halda úti starfsemi í Hjartagarðinum. Styrkurinn fór í efniskaup en allir sem komu að starfsemi garðsins unnu launalaust. „Fólk kom að okkur og spurði hvers vegna við værum að þrífa þarna, tína upp glerbrot, sópa og annað. Svarið er að Reykjavík er borgin okkar og við viljum gera fínt í kringum okkur. Smám saman fór fleira fólk að taka þátt, hjólabrettastrákar komu og sópuðu áður en þeir fóru á brettin. Fólk tók til í kringum bekkina áður en það settist niður þar til að að eiga góða stund í garðinum. Í október síðasta haust misstu Tanya og félagar hennar styrkinn og síðan hefur svæðið drabbast töluvert niður. „Þetta snýst um hugarfar, hvernig á að nýta svona svæði, Reykjavíkurborg ætti að eiga svona svæði sem eru opin fyrir fólkið, en fólkið er ekki spurt um álit. Þetta hefur verið algjörlega sjálfbært, það er enginn beinlínis að vinna þarna og Reykjavíkurborg hefur og ætti að sjá hver ágóðinn af svona starfi er. Starfsemin í Hjartagarðinum hefur fengið fólk til að hugsa; þetta er borgin mín og hvað get ég lagt af mörkum til að gera hana að betri stað.“ „Nýja torgið verður vonandi góður staður en það verður aldrei eins mikil endurspeglun á samfélagið og fólkið í borginni. Við vonum að fólkið fái nýjan stað til að byggja upp sjálft og við horfum í því tilliti til Breiðholtsins sem er mikið í umræðunni núna um hvernig megi bæta. Því má einnig bæta við að það er fólkið sem skapar menningu, ekki húsin. Við vonum að fólk muni eftir því hversu vel hefur gengið og það er hægt að gera þetta aftur.“
Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Fleiri fréttir Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi 83% fallinna almennir borgarar: „Allt sem er að gerast þarna ber einkenni þjóðarmorðs“ Næsti fasi í yfirtöku á Gasaströnd og Njálugleði Þrír laxar reyndust úr sjókví í Dýrafirði Allt stopp á lokametrunum Framboðið „verður að koma í ljós“ Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Sjá meira