Innlent

Sást þú hjólbarða lenda á bíl?

Lögreglan á Selfossi leitar vitna að því þegar sólaður hjólbarði á vörubifreið gaf sig þannig að sólinn þeyttist af þar sem bifreiðinni var ekið til austurs Suðurlandsveg á Sandskeiði um klukkan 14:20 þann 6. ágúst síðastliðinn.

Tægjurnar úr hjólbarðanum, sem sjá má á meðfylgjandi mynd,  lentu á fólksbifreið sem ekið var á eftir vörubifreiðinni og ollu töluverðu tjóni á henni. 

Ökumaður vörubifreiðarinnar eða þeir sem hafa upplýsingar um hana eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Selfossi í síma 480 1010




Fleiri fréttir

Sjá meira


×