Innlent

Slökkviliðið kallað út í Smárabíó

Kristjana Arnarsdóttir skrifar
Allt tiltækt slökkvilið á höfuðborgarsvæðinu var nú fyrir stundu kallað út í Smárabíó í Smáralind. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu er einhver reykur á svæðinu og líklegt er að um bilun í spenni sé að ræða.

Búið er að rýma nærliggjandi veitingastaði en enginn eldur logar. Þessa stundina bíða því nokkur hundruð manns fyrir utan verslunarmiðstöðina eftir því að allt komist í samt lag í bíóhúsinu á ný.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×