Innlent

Óprúttnir villa á sér heimildir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Ekki er um að ræða menn á vegum Stöðvar 2.
Ekki er um að ræða menn á vegum Stöðvar 2.
Fréttastofu hefur borist ábending um að óprúttnir aðilar gangi húsa á milli á Seltjarnarnesi og segist vera að „lesa af afruglurum fyrir Stöð 2“. Meðal annars hafi þeir bankað á hús í morgun.

Vill Stöð 2 koma þeim skilaboðum áleiðis að ekki er um að ræða starfsmenn stöðvarinnar og biður fólk að hafa samband við lögreglu verði það fyrir ónæði af hendi mannanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×