Innlent

„Fögnum því að fólk er allskonar“

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Hafnarfjarðarbær tók þátt í gleðigöngunni í fyrra.
Hafnarfjarðarbær tók þátt í gleðigöngunni í fyrra.
„Hápunktur hinsegin daga er gleðigangan á laugardaginn,“ segir í tilkynningu frá Hafnarfjarðarbæ, sem mun taka þátt í göngunni líkt og í fyrra.

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir bæjarstjóri hvetur sitt fólk til að taka þátt og segist hlakka til að taka þátt í göngunni.

„Það var ótrúlega gaman að taka þátt í göngunni í fyrra og við vorum strax ákveðin í að taka þátt í ár. Við hjá Hafnarfjarðarbæ fögnum því að fólk er alls konar – einstakt og frábært. Fögnum þeirri viðhorfsbreytingu sem orðið hefur  í samfélaginu og sjálfsögðum mannréttindum samkynhneigðs, tvíkynhneigðs og transgender fólks.“ 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×