Fótbolti

Alfreð skoraði í sigri á Feyenoord

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Heerenveen vann frábæran sigur á Feyenoord, 2-0, í hollensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en Íslendingurinn Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark heimamanna á 85. mínútu leiksins.

Það leit allt út fyrir að liðin myndu skilja jöfn en Alfreð braut ísinn og kom Heerenveen yfir.

Yassine El Ghanassy gulltryggði síðan sigur heimamanna einni mínútu fyrir leikslok og niðurstaðan 2-0 sigur Heerenveen.

Heerenveen er í sjöunda sæti með 37 stig en Feyenoord í þriðja sætinu með 56 stig. Því frábær sigur hjá Heerenveen.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×