Fótbolti

Alfreð hefur skorað 5 af 11 mörkum Heerenveen í sigurgöngunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alfreð Finnbogason fagnar sigrinum um helgina með félögum sínum.
Alfreð Finnbogason fagnar sigrinum um helgina með félögum sínum. Mynd/Nordic Photos/Getty
Alfreð Finnbogason skoraði eitt og lagði upp annað þegar Heerenveen vann sinn fimmta deildarleik í röð í hollensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Bæði mörk leiksins komu á síðustu fimm mínútum leiksins.

Heerenveen er komið upp í sjöunda sæti deildarinnar eftir þessi fimmtán stig í síðustu fimm leikjum en liðið var í 14. sæti þegar sigurgangan hófst 23. febrúar.

Heerenveen hefur unnið undanfarna fimm leiki með markatölunni 11-4 en liðið vann Twente (2-1), Breda (2-1), PSV (2-1), NEC (3-1) og svo Feyenoord. Alfreð hefur skorað í öllum leikjum nema á móti PSV en hann skoraði bæði mörkin í sigrinum á Breda.

Alfreð skoraði sigurmarkið í fyrstu tveo,ir leikjunum, jafnaði leikinn á móti NEC efrir að liðið lenti 1-0 undir og skoraði síðan fyrra markið í 2-0 sigri á Feyenoord á laugardaginn. Mörk Alfreðs hafa því öll verið afar mikilvæg.

Mörk Heerenveen-liðsins í sigurgöngunni:

Heerenveen-Twente 2-1

1-0 Rajiv van La Parra (15. mínúta)

2-1 Alfreð Finnbogason (79. mínúta, sigurmark)

Breda-Heerenveen 1-2

1-1 Alfreð Finnbogason (82. mínúta)

1-2 Alfreð Finnbogason (85. mínúta, sigurmark)

Heerenveen-PSV 2-1

1-0 Marten de Roon (8. mínúta)

2-0 Yassine El Ghanassy (38. mínúta)

NEC-Heerenveen 1-3

1-1 Alfreð Finnbogason (70. mínúta)

1-2 Filip Djuricic (73. mínúta)

1-3 Filip Djuricic (90.+2 mínúta)

Heerenveen-Feyenoord 2-0

1-0 Alfreð Finnboigason (85. mínúta)

2-0 Yassine El Ghanassy (89. mínúta)

Samanlagt:

Alfreð Finnbogason 5 mörk

Yassine El Ghanassy 2 mörk

Filip Djuricic 2 mörk

Marten de Roon 1 mark

Rajiv van La Parra 1 mark




Fleiri fréttir

Sjá meira


×