Fótbolti

Gunnar Heiðar tryggði Norrköping sigur á Mjallby

Stefán Árni Pálsson skrifar
Gunnar Heiðar í leik með Norrköping
Gunnar Heiðar í leik með Norrköping Mynd / AFP
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, leikmaður Norrköping, skoraði sigurmarkið gegn Mjallby í 2-1 útisigri liðsins í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

David Wiklander, leikmaður Mjallby, gerði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 25. mínútu leiksins og var staðan 1-0 í hálfleik.

Christopher Telo jafnaði metin þegar átta mínútur voru liðnar að síðari hálfleiknum og það var síðan Íslendingurinn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem tryggði Norrköping sigurinn með marki úr vítaspyrnu tuttugu mínútum fyrir leikslok.

Norrköping vann því fyrsta leik tímabilsins en sænska úrvalsdeildin hófst um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×