Fótbolti

Guðjón Baldvinsson skoraði mark fyrir Halmstad í jafnteflisleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðjón Baldvinsson í leik með KR
Guðjón Baldvinsson í leik með KR Mynd. Getty Images.
Guðjón Baldvinsson gerði eina mark Halmstad í 1-1 jafntefli liðsins gegn Malmö í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Tokelo Rantie kom Malmö yfir í upphafi síðari hálfleiksins en það var Guðjón Baldvinsson sem jafnaði metin fyrir Halmstad á 53. mínútu. Leiknum lauk síðan með 1-1 jafntefli.

Helgi Valur Daníelsson lagði upp mark AIK í 2-2 jafntefli gegn Elfsborg. Nabil Bahoui gerði fyrsta mark leiksins fyrir AIK en það tók Elfsborg aðeins tvær mínútur að jafna metin þegar James Keene skoraði.

Helgi Valur Daníelsson lagði því næst upp mark fyrir Henok Goitom hálftíma fyrir leikslok en það var James Keene sem skoraði annað mark sitt í leiknum og jafnaði metin fyrir Elfsborg korteri fyrir leikslok.

Skúli Jón Friðgeirsson var allan tímann á varamannabekk Elfsborg en Helgi Valur Daníelsson lék allan leikinn fyrir AIK.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×