Forseti PSG hefur nú gefið það út að Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri PSG, verði áfram við stjórnvölinn hjá liðinu á næsta tímabili.
Félagið mun einnig leggja mikla áherslu á það að halda í David Beckham.
„Ancelotti er með eitt ár eftir af samningi sínum við félagið og mun klára þann samning í það minnsta," sagði Nasser al-Khelaifi, forseti félagsins.
„Við erum sjö stigum á undan Marseille í deildinni, erum komnir í undanúrslitin í Meistaradeild Evrópu og einnig í undanúrslitin í franska bikarnum, það er frábær árangur."
„Maður myndi skilja að framtíð hans væri óráðinn ef við værum í öðru eða þriðja sæti í deildinni en svo er ekki. Ancelotti verður áfram hjá PSG."
„Beckham er frábær innan sem utanvallar. Stundum tekur maður rangar ákvarðanir í þessum bransa en að fá David til liðsins er sennilega ein besta ákvörðum sem við höfum tekið. Við ætlum okkur einnig að halda í hann."
Forseti PSG: Ancelotti verður áfram stjóri félagsins
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku
Íslenski boltinn

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti
