Enski boltinn

Wenger með meira en fjórtán ára forskot

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal. Mynd/NordicPhotos/Getty

Það hafa orðið miklar sviptingar á knattspyrnustjóramarkaðnum í ensku úrvalsdeildinni á síðustu dögum og þrír af þeim stjórum sem hafa verið lengst með sín félög leita nú á ný mið en það eru þeir Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, David Moyes, stjóri Everton og nú síðast Tony Pulis, stjóri Stoke.

Sir Alex Ferguson var búinn að vera með Manchester United frá 1986, David Moyes hafði verið yfirmaður á Goodison Park frá 2002 og Tony Pulis var að klára sitt sjöunda og síðasta tímabil hjá Stoke.

Þetta þýðir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hefur verið langlengst í sínu starfi af þeim knattspyrnustjórum sem eru enn að stýra liðum í ensku úrvalsdeildinni. Wenger hefur ráðið öllu hjá Arsenal-liðinu í sextán ár og 232 daga.

Stjórar með lengstan starfsaldur í ensku úrvalsdeildinni:

Arsene Wenger, Arsenal 16 ár, 232 dagar

Alan Pardew, Newcastle United 2 ár, 163 dagar

Sam Allardyce, West Ham United 1 ár, 354 dagar

Martin Jol, Fulham 1 ár, 348 dagar

Brendan Rodgers, Liverpool 0 ár, 354 dagar

Paul Lambert, Aston Villa 0 ár, 353 dagar

Chris Hughton, Norwich City 0 ár, 348 dagar

Steve Clarke, West Bromwich Albion 0 ár, 347 dagar

Michael Laudrup, Swansea City 0 ár, 340 dagar

Andre Villas-Boas, Tottenham Hotspur 0 ár, 322 dagar

Rafael Benitez, Chelsea 0 ár, 181 dagur

Mauricio Pochettino, Southampton 0 ár, 123 dagar

Paolo Di Canio, Sunderland 0 ár, 51 dagur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×