Innlent

Þyrla send eftir sjómanni

Gissur Sigurðsson skrifar
Eftir samráð við lækni var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir manninum.
Eftir samráð við lækni var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir manninum.
Sjómaður um borð í litlu togskipi, veiktist alvarlega þegar skipið var statt suðvestur af Reykjanesi í nótt.

Eftir samráð við lækni var ákveðið að senda þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir honum. Gott veður var á vettvangi og gekk vel að ná manninum um borð í þyrluna, sem flutti hann til Reykjavíkur þar sem hann var lagður inn á Landsspítalan. Fréttastofu er ekki nánar kunnugt um líðan hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×