Innlent

Eldur í húsi í Mosfellsbæ

Gissur Sigurðsson skrifar
Slökkviliðið fékk tilkynningu frá nágranna um fjögur leitið, að reyk legði frá húsinu og rúður væru orðnar svartar á neðri hæðinni.
Slökkviliðið fékk tilkynningu frá nágranna um fjögur leitið, að reyk legði frá húsinu og rúður væru orðnar svartar á neðri hæðinni.
Eldur kviknaði í tveggja hæða stóru einbýlishúsi í Laxatungu í Mosfellsbæ í nótt.

Slökkviliðið fékk tilkynningu frá nágranna um fjögur leitið, að reyk legði frá húsinu og rúður væru orðnar svartar á neðri hæðinni, en ekki er enn flutt inn í húsið.

Þegar slökkvilið kom á vettvang logaði meðal annars í milliveggjum og tók um klukkustund að ráða endanlega niðurlögum eldsins. Töluverðar skemmdir urðu í húsinu, en eldsupptök eru ókunn. Lögregla mun rannsaka það nánar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×