Stóra-Seli úthlutað að íbúum forspurðum Jóhannes Stefánsson skrifar 29. júlí 2013 08:00 Sjálfboðaliðar Veraldarvina þurfa að gera upp húsið Stóra-Sel við Holtsgötu 41b. Fréttablaðið/Daníel Sjálfboðaliðasamtökin Veraldarvinir hafa fengið íbúðarhúsinu Stóra-Seli við Holtsgötu 41b úthlutað frá Reykjavíkurborg án endurgjalds fyrstu árin gegn því að sjálfboðaliðar geri upp húsið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögu um að leigja Veraldarvinum húsið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir að ekkert samráð hafi verið haft við íbúa húsa í nágrenninu áður en sjálfboðaliðasamtökunum hafi verið úthlutað húsinu. „Við vonuðumst til að það yrði haft samráð við íbúa um hvaða starfsemi væri í húsinu. Þessi meirihluti sem kennir sig við samráð við íbúa vildi náttúrulega ekki gera það,“ segir Kjartan. Húsið við Holtsgötu 41b var byggt árið 1866 og stendur nú umlukið fjölbýlishúsum. Húsið er friðað. Það var áður í eigu einstaklings sem vanrækti viðhald þess og er ástand þess sagt afar slæmt. Kjartan hefur áhyggjur af því að samtökunum farist viðhald hússins ekki nægilega vel úr hendi. „Þessi bær er reistur á þar síðustu öld og það má velta því fyrir sér út frá faglegum sjónarmiðum hvort það sé sniðugt að fela viðhald á þessu húsi samtökum sem eru eflaust ágæt en hafa að mér vitandi enga sérþekkingu á viðhaldi á svo gömlu húsi.“Kjartan Magnússon, Þórarinn Ívarsson og Dagur B. Eggertsson.Veraldarvinir þurfa ekki að greiða leigu af húsnæðinu fyrstu þrjú árin gegn því að samtökin geri upp húsið. Húsið verður notað sem gistipláss fyrir sjálfboðaliða á vegum Veraldarvina, sem tekur á móti rúmlega 1.600 sjálfboðaliðum ár hvert. „Allar framkvæmdir verða kynntar Reykjavíkurborg áður en í þær verður ráðist,“ segir Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri félagasamtakanna Vildarvina. Hann segir að erlendir sjálfboðaliðar muni annast endurbæturnar undir leiðsögn húsasmíðameistara. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, gefur lítið fyrir gagnrýni Kjartans. „Það er engin spurning að það þarf að færa húsið til upprunalegs horfs og tryggja að það sé ekki beinlínis hættulegt. Það hefði verið mikil sýndarmennska að fara í samráð með það,“ segir Dagur. „Okkur fannst spennandi að gera bragarbót á húsinu í samstarfi við Veraldarvini,“ bætir hann við. Hann treystir félaginu fyllilega til að sjá um endurbætur á húsinu. „Já, en við viljum að það verði allt undir eftirliti Minjastofnunar,“ segir Dagur. Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira
Sjálfboðaliðasamtökin Veraldarvinir hafa fengið íbúðarhúsinu Stóra-Seli við Holtsgötu 41b úthlutað frá Reykjavíkurborg án endurgjalds fyrstu árin gegn því að sjálfboðaliðar geri upp húsið. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðust gegn tillögu um að leigja Veraldarvinum húsið. Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins gagnrýnir að ekkert samráð hafi verið haft við íbúa húsa í nágrenninu áður en sjálfboðaliðasamtökunum hafi verið úthlutað húsinu. „Við vonuðumst til að það yrði haft samráð við íbúa um hvaða starfsemi væri í húsinu. Þessi meirihluti sem kennir sig við samráð við íbúa vildi náttúrulega ekki gera það,“ segir Kjartan. Húsið við Holtsgötu 41b var byggt árið 1866 og stendur nú umlukið fjölbýlishúsum. Húsið er friðað. Það var áður í eigu einstaklings sem vanrækti viðhald þess og er ástand þess sagt afar slæmt. Kjartan hefur áhyggjur af því að samtökunum farist viðhald hússins ekki nægilega vel úr hendi. „Þessi bær er reistur á þar síðustu öld og það má velta því fyrir sér út frá faglegum sjónarmiðum hvort það sé sniðugt að fela viðhald á þessu húsi samtökum sem eru eflaust ágæt en hafa að mér vitandi enga sérþekkingu á viðhaldi á svo gömlu húsi.“Kjartan Magnússon, Þórarinn Ívarsson og Dagur B. Eggertsson.Veraldarvinir þurfa ekki að greiða leigu af húsnæðinu fyrstu þrjú árin gegn því að samtökin geri upp húsið. Húsið verður notað sem gistipláss fyrir sjálfboðaliða á vegum Veraldarvina, sem tekur á móti rúmlega 1.600 sjálfboðaliðum ár hvert. „Allar framkvæmdir verða kynntar Reykjavíkurborg áður en í þær verður ráðist,“ segir Þórarinn Ívarsson, framkvæmdastjóri félagasamtakanna Vildarvina. Hann segir að erlendir sjálfboðaliðar muni annast endurbæturnar undir leiðsögn húsasmíðameistara. Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, gefur lítið fyrir gagnrýni Kjartans. „Það er engin spurning að það þarf að færa húsið til upprunalegs horfs og tryggja að það sé ekki beinlínis hættulegt. Það hefði verið mikil sýndarmennska að fara í samráð með það,“ segir Dagur. „Okkur fannst spennandi að gera bragarbót á húsinu í samstarfi við Veraldarvini,“ bætir hann við. Hann treystir félaginu fyllilega til að sjá um endurbætur á húsinu. „Já, en við viljum að það verði allt undir eftirliti Minjastofnunar,“ segir Dagur.
Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Innlent Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Fleiri fréttir Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Sjá meira