Tölvupóstur fyrir breytta tíma Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 10. ágúst 2013 18:58 Nýstárleg tölvupóstþjónusta sem runnin er undan rifjum tveggja íslenskra hugbúnaðarverkfræðinga hefur nú safnað um sex milljónum í alþjóðlegri styrktarsöfnun. Þeir vilja mæta eftirspurn eftir öruggum samskiptum í gegnum internetið enda sé þörf á úrbótum í þeim efnum. Frá því að mál bandaríska uppljóstrarans Edward Snowdens komst í hámæli í vor hefur netfrelsi, persónuupplýsingar og njósnir verið á allra vörum. Snowden svipti hulunni af víðtækum njósnum bandarískra og breskra yfirvalda en svo virðist sem að leyniþjónustur landanna hafi haft nær óheftan aðgang að gagnaþjónum stærstu tæknifyrirtækja veraldar. Þannig hefur viss eftirspurn myndast eftir öruggum leiðum til að geyma, senda og taka á móti upplýsingum. Þeir Smári McCarthy, pírati, og tölvunarfræðingurinn Bjarni Rúnar Einarsson, freista þess nú að mæta þessari eftirspurn með Mailpile. Hér er um að ræða þjónustu sem einfaldar notkun dulritunar í tölvupósti.Mailpile„Þetta er hugbúnaður sem keyrir á tölvunni þinni, en notar engu að síður vafrann,“ segir Bjarni. „Viðmótið er áþekkt því sem fólk notar nú þegar.“ Styrktarfé kemur frá fólki víðsvegar um heiminn í gegnum fjáröflunarvefinn Indiegogo. Sem stendur hafa félagarnir safnað helming þess sem stefnt var að. Mailpile er hugarfóstur Bjarna Rúnars. Að verkefninu koma einnig Smári og hönnuðurinn Brennan Novak. „Fólk virðist vera spennt fyrir þessu. Ég hef haft það á tilfinningunni að það hafi verið að myndast eftirspurn eftir nýjungum í tölvupóstsamskiptum.“ „Það hafa verið sívaxandi áhyggjur af því að við séum að setja öll okkar persónulegu gögn og samskipti í hendur þriðja aðila. Þetta á sérstaklega við um okkur Íslendinga þar sem gögnin fara yfirleitt til aðila erlendis. Það er eftirspurn eftir einhverju nýju og við viljum mæta henni.“ Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira
Nýstárleg tölvupóstþjónusta sem runnin er undan rifjum tveggja íslenskra hugbúnaðarverkfræðinga hefur nú safnað um sex milljónum í alþjóðlegri styrktarsöfnun. Þeir vilja mæta eftirspurn eftir öruggum samskiptum í gegnum internetið enda sé þörf á úrbótum í þeim efnum. Frá því að mál bandaríska uppljóstrarans Edward Snowdens komst í hámæli í vor hefur netfrelsi, persónuupplýsingar og njósnir verið á allra vörum. Snowden svipti hulunni af víðtækum njósnum bandarískra og breskra yfirvalda en svo virðist sem að leyniþjónustur landanna hafi haft nær óheftan aðgang að gagnaþjónum stærstu tæknifyrirtækja veraldar. Þannig hefur viss eftirspurn myndast eftir öruggum leiðum til að geyma, senda og taka á móti upplýsingum. Þeir Smári McCarthy, pírati, og tölvunarfræðingurinn Bjarni Rúnar Einarsson, freista þess nú að mæta þessari eftirspurn með Mailpile. Hér er um að ræða þjónustu sem einfaldar notkun dulritunar í tölvupósti.Mailpile„Þetta er hugbúnaður sem keyrir á tölvunni þinni, en notar engu að síður vafrann,“ segir Bjarni. „Viðmótið er áþekkt því sem fólk notar nú þegar.“ Styrktarfé kemur frá fólki víðsvegar um heiminn í gegnum fjáröflunarvefinn Indiegogo. Sem stendur hafa félagarnir safnað helming þess sem stefnt var að. Mailpile er hugarfóstur Bjarna Rúnars. Að verkefninu koma einnig Smári og hönnuðurinn Brennan Novak. „Fólk virðist vera spennt fyrir þessu. Ég hef haft það á tilfinningunni að það hafi verið að myndast eftirspurn eftir nýjungum í tölvupóstsamskiptum.“ „Það hafa verið sívaxandi áhyggjur af því að við séum að setja öll okkar persónulegu gögn og samskipti í hendur þriðja aðila. Þetta á sérstaklega við um okkur Íslendinga þar sem gögnin fara yfirleitt til aðila erlendis. Það er eftirspurn eftir einhverju nýju og við viljum mæta henni.“
Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fannst heill á húfi Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Biðla til bílstjóra sem leggja á bílastæði kirkjunnar Gjörólíkt gengi frá kosningum Helmingur landsmanna ánægður með störf Höllu Rafmagnslaust í öllum Skagafirði Gerður ráðin skólastjóri Barnaskóla Kársness Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Fjórir greinast að meðaltali á ári með malaríu Markar lok vegferðar sem hófst vegna Kristnihátíðarinnar 2000 Óska eftir myndefni af gröfunni Vendingar í hraðbankamálinu og húsnæði sem fólk vill ekki Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Fannst heill á húfi Síðustu aspirnar á Austurvegi felldar Björguðu ferðamanni sem hafði fest bílinn í aurbleytu við Hagavatn Gæsluvarðhaldskröfu hafnað í hraðbankamálinu „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Verkefni stjórnvalda að takast á við undantekningar í skólakerfinu Leiguverðshækkanir hafa étið upp hækkun húsnæðisbóta Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Meðalvelta á kaupsamning 75,6 milljónir króna Leysigeisla beint að tveimur flugvélum í aðflugi Nýr tvöfaldur vegarkafli að bætast við Suðurlandsveg Telur handtökuna byggja á slúðri Magnað sjónarspil: Einmana hrefna komst í gott „Lögreglan mun grípa fyrr inn í núna“ Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Aukið aðhald í ríkisfjármálum og lífsbarátta hvals „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Sjá meira