Enski boltinn

Nú var Naughton í byssuleik

Naughton er ansi vígalegur.
Naughton er ansi vígalegur.

Eitthvað byssuæði virðist vera runnið á leikmenn í ensku úrvalsdeildinni en annan daginn í röð er leikmaður í deildinni að láta mynda sig með skotvopn.

Í gær birti Vísir myndir af Sebastien Bassong, leikmanni Norwich, með skammbyssu í bakgarðinum heima hjá sér en nú er það Kyle Naughton, leikmaður Tottenham, sem sér um byssusýninguna.

Hann birti mynd af sér á Instagram með alvöru vopn sem hann var að prófa í Las Vegas.

Þessar myndir eru ekki að falla vel í kramið hjá félögum leikmannanna. Myndirnar eru sagðar senda röng skilaboð.

Norwich er þegar búið að sekta Bassong fyrir sínar myndir og spurning hvað Tottenham gerir við Naughton. Félagið hefur ekki enn viljað tjá sig um málið.


Tengdar fréttir

Með byssu í garðinum heima hjá sér

Sebastien Bassong, leikmaður Norwich, er í fréttunum í dag eftir að hann birti myndir af sér með byssu en myndirnar fóru fyrir brjóstið á mörgum og þóttu óviðeigandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×