Innlent

Samþykki borist fyrir nýjum forstöðumanni Jarðhitaskólans

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Ingvar Birgir Friðleifsson, fráfarandi forstöðumaður, situr fyrirlestur á vegum LaGeo orkufyrirtækisins árið 2006. mynd/lageo
Ingvar Birgir Friðleifsson, fráfarandi forstöðumaður, situr fyrirlestur á vegum LaGeo orkufyrirtækisins árið 2006. mynd/lageo
Lúðvík S. Georgsson verkfræðingur tók við stöðu formanns Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í gær.

Staðan var auglýst laus fyrr á árinu og rann umsóknarfrestur út 11. mars.

Var Lúðvík valinn úr hópi sex umsækjenda með þeim fyrirvara að rektor Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Tókíó samþykkti ráðninguna. Það samþykki barst í júlí og var í kjölfarið ákveðið að Lúðvík tæki við stöðu forstöðumanns í ágúst.

Skólinn var stofnaður árið 1979 og hefur fráfarandi forstöðumaður, Ingvar Birgir Friðleifsson, starfað við hann síðan þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×