Mögnuð endurkoma hjá Sixto Rodriguez Freyr Bjarnason skrifar 24. janúar 2013 07:00 Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur heldur betur slegið í gegn upp á síðkastið.nordipchotos/getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur slegið í gegn eftir að heimildarmyndin Searching For Sugarman var frumsýnd á síðasta ári. Hinn sjötugi Rodriguez hefur verið kallaður „mesta tónlistarátrúnaðargoð áttunda áratugarins sem aldrei varð frægt". Núna eftir sýningu þessarar verðlaunuðu myndar, sem var nýlega tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, virðist sem hans tími í sviðsljósinu hafi loksins runnið upp. Hann er bókaður á tónleikum á „heimavelli" sínum í Suður-Afríku, Ástralíu og Bandaríkjunum á næstu mánuðum og í sumar spilar hann á hátíðunum Glastonbury, Coachella og Primavera. Einnig spilar hann í hinni virtu tónleikahöll Royal Albert Hall í London. Í nóvember spilaði hann þrettán sinnum fyrir fullu húsi, þrjú þúsund manns, í Bretlandi og nýtur því greinilega mikilla vinsælda þar. Þegar upptökustjórar sáu Rodriguez spila á bar í Detroit seint á sjöunda áratugnum héldu þeir að þeir hefðu uppgötvað hinn nýja Bob Dylan. Tónlistin var af þjóðlagaætt með sækadelískum undirtón og innihaldsríkum, andfélagslegum textum um veruleikann í Detroit. Einhverra hluta vegna var bandarískur almenningur ekki sammála. Fyrsta plata þessa Bandaríkjamanns sem er af mexíkóskum uppruna, Cold Fact, fékk mjög góða dóma og einnig sú næsta, Coming To Reality, en sárafáir keyptu þær. Rodriguez hvarf sjónum og orðrómur var lengi uppi um að hann hefði framið sjálfsvíg uppi á sviði. Eftir að sjóræningjaútgáfa af Cold Fact komst til Suður-Afríku varð hún ekki bara svakalega vinsæl, heldur varð hún óopinber biblía ungra mótmælenda gegn aðskilnaðarstefnunni. En það var ekki fyrr en tveir aðdáendur Rodriguez, Stephen „Sugar" Segerman og Craig Bartholemew, komust að því að hann væri enn á lífi og ætti heima í Detroit án þess að hafa hugmynd um að litið væri á hann sem goðsögn í Suður-Afríku, að boltinn fór að rúlla. Það eru ekki bara vel samin lög og textar Rodriguez í bland við Öskubuskusögu hans sem hafa heillað fólk eftir að myndin kom út. Hógværð hans og það hversu laus hann er við alla tilgerð hefur fallið í kramið því þessir mannkostir eru óvenjulegir í tónlistarbransanum. Tónlist Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Sixto Rodriguez hefur slegið í gegn eftir að heimildarmyndin Searching For Sugarman var frumsýnd á síðasta ári. Hinn sjötugi Rodriguez hefur verið kallaður „mesta tónlistarátrúnaðargoð áttunda áratugarins sem aldrei varð frægt". Núna eftir sýningu þessarar verðlaunuðu myndar, sem var nýlega tilnefnd til Óskarsverðlaunanna, virðist sem hans tími í sviðsljósinu hafi loksins runnið upp. Hann er bókaður á tónleikum á „heimavelli" sínum í Suður-Afríku, Ástralíu og Bandaríkjunum á næstu mánuðum og í sumar spilar hann á hátíðunum Glastonbury, Coachella og Primavera. Einnig spilar hann í hinni virtu tónleikahöll Royal Albert Hall í London. Í nóvember spilaði hann þrettán sinnum fyrir fullu húsi, þrjú þúsund manns, í Bretlandi og nýtur því greinilega mikilla vinsælda þar. Þegar upptökustjórar sáu Rodriguez spila á bar í Detroit seint á sjöunda áratugnum héldu þeir að þeir hefðu uppgötvað hinn nýja Bob Dylan. Tónlistin var af þjóðlagaætt með sækadelískum undirtón og innihaldsríkum, andfélagslegum textum um veruleikann í Detroit. Einhverra hluta vegna var bandarískur almenningur ekki sammála. Fyrsta plata þessa Bandaríkjamanns sem er af mexíkóskum uppruna, Cold Fact, fékk mjög góða dóma og einnig sú næsta, Coming To Reality, en sárafáir keyptu þær. Rodriguez hvarf sjónum og orðrómur var lengi uppi um að hann hefði framið sjálfsvíg uppi á sviði. Eftir að sjóræningjaútgáfa af Cold Fact komst til Suður-Afríku varð hún ekki bara svakalega vinsæl, heldur varð hún óopinber biblía ungra mótmælenda gegn aðskilnaðarstefnunni. En það var ekki fyrr en tveir aðdáendur Rodriguez, Stephen „Sugar" Segerman og Craig Bartholemew, komust að því að hann væri enn á lífi og ætti heima í Detroit án þess að hafa hugmynd um að litið væri á hann sem goðsögn í Suður-Afríku, að boltinn fór að rúlla. Það eru ekki bara vel samin lög og textar Rodriguez í bland við Öskubuskusögu hans sem hafa heillað fólk eftir að myndin kom út. Hógværð hans og það hversu laus hann er við alla tilgerð hefur fallið í kramið því þessir mannkostir eru óvenjulegir í tónlistarbransanum.
Tónlist Mest lesið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið 50+: Það sem fólk sér helst eftir á dánarbeðinum Áskorun Kemur út sem pankynhneigð Lífið Langömmulán hjá Eddu Björgvins Lífið Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Menning Ríkulegt einbýlishús knattspyrnukappa falt fyrir 315 milljónir Lífið Sunneva veltir Evu Ruzu úr sessi Lífið Nýju fötin forsetans Lífið Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning Vín mun hýsa Eurovision á næsta ári Lífið Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning
Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Menning