Króatar hafa talað digurbarkalega í aðdraganda leiksins gegn Íslandi í kvöld. Segjast vera betri og allt þar fram eftir götunum. Nú er komið að því að standa við stóru orðin.
Ivica Olic hefur verið framarlega í flokki þeirra sem tala Ísland niður og hann er sem fyrr handviss um sigur.
"Við ætlum að byrja með látum og viljum skora mark sem allra fyrst," sagði Olic ákveðinn.
Mikil neikvæðni er í garð króatíska liðsins heima fyrir og áhuginn á leiknum til að mynda ekki jafn mikill og vonir stóðu til.
"Ég er viss um að það verður jákvætt andrúmsloft á vellinum. Það myndi gera mikið fyrir okkur að fá góðan stuðning úr stúkunni. Við trúum því að við munum fagna í kvöld."
Olic: Við ætlum að byrja leikinn með látum

Mest lesið








„Búnir að vera á smá hrakhólum“
Íslenski boltinn

Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum
Íslenski boltinn
