Lagerbäck: Okkur skorti kjarkinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. nóvember 2013 21:37 Mynd/Vilhelm „Ég vil ekki segja að við vorum lamaðir en svoleiðis leit það út,“ sagði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck í sjónvarpsviðtali við Rúv eftir ósigurinn gegn Króatíu í kvöld. Ísland tapaði 2-0 og fer því ekki á HM í Brasilíu. Strákarnir okkar náðu sér ekki á strik í kvöld og mættu einfaldlega ofjörlum sínum á Maksimir-leikvanginum í Zagreb. „Við gáfum boltann of auðveldlega frá okkur ég reyndi að laga það í hálfleiknum. En þeir náðu einfaldlega að vinna boltann alltaf til baka.“ „Við vorum heppnir að vera bara 1-0 undir í hálfleik. Nú verðum við að læra af þessu og stíga upp,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. „Það er leitt að við virtumst ekki hafa kjark til að spila eins og við getum. Þeir lögðu mikið á sig þegar þeir fengu boltann en það voru vonbrigði að við skulum ekki hafa spilað boltanum frá Hannesi í stað þess að beita háum sendingum fram.“ Hann sagði að það hefði verið þögult í búningsklefa íslenska liðsins. „Það voru mikil vonbrigði að tapa þessum leik. Þeir höfðu staðið sig svo vel. Við hefðum átt að nýta okkur rauða spjaldið betur. En við verðum að læra af þessu og stíga upp. Það er mikilvægt þegar maður tapar. Nú verðum við að leggja grunn fyrir framtíðina.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að bregðast við síðara marki Króata, sem kom snemma í síðari hálfleik. „Svona lagað gerist í fótbolta. Ég vil ekki segja að við vorum lamaðir en þannig leit það út.“ Samningur Lagerbäck við KSÍ rennur nú út en hann hefur áður sagt að hann ætli að ræða fyrst við KSÍ áður en hann lítur í kringum sig. „Ég er jákvæður og við skulum sjá til. Það hefur verið frábært að vinna með þessum strákum. Ég veit ekki hvað fólkið á Íslandi segir en hingað til hefur þetta allt saman verið jákvætt.“ HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
„Ég vil ekki segja að við vorum lamaðir en svoleiðis leit það út,“ sagði landsliðsþjálfarinn Lars Lagerbäck í sjónvarpsviðtali við Rúv eftir ósigurinn gegn Króatíu í kvöld. Ísland tapaði 2-0 og fer því ekki á HM í Brasilíu. Strákarnir okkar náðu sér ekki á strik í kvöld og mættu einfaldlega ofjörlum sínum á Maksimir-leikvanginum í Zagreb. „Við gáfum boltann of auðveldlega frá okkur ég reyndi að laga það í hálfleiknum. En þeir náðu einfaldlega að vinna boltann alltaf til baka.“ „Við vorum heppnir að vera bara 1-0 undir í hálfleik. Nú verðum við að læra af þessu og stíga upp,“ bætti landsliðsþjálfarinn við. „Það er leitt að við virtumst ekki hafa kjark til að spila eins og við getum. Þeir lögðu mikið á sig þegar þeir fengu boltann en það voru vonbrigði að við skulum ekki hafa spilað boltanum frá Hannesi í stað þess að beita háum sendingum fram.“ Hann sagði að það hefði verið þögult í búningsklefa íslenska liðsins. „Það voru mikil vonbrigði að tapa þessum leik. Þeir höfðu staðið sig svo vel. Við hefðum átt að nýta okkur rauða spjaldið betur. En við verðum að læra af þessu og stíga upp. Það er mikilvægt þegar maður tapar. Nú verðum við að leggja grunn fyrir framtíðina.“ Hann segir að það hafi verið erfitt að bregðast við síðara marki Króata, sem kom snemma í síðari hálfleik. „Svona lagað gerist í fótbolta. Ég vil ekki segja að við vorum lamaðir en þannig leit það út.“ Samningur Lagerbäck við KSÍ rennur nú út en hann hefur áður sagt að hann ætli að ræða fyrst við KSÍ áður en hann lítur í kringum sig. „Ég er jákvæður og við skulum sjá til. Það hefur verið frábært að vinna með þessum strákum. Ég veit ekki hvað fólkið á Íslandi segir en hingað til hefur þetta allt saman verið jákvætt.“
HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti „Ég elska peninga“ Sport Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira