Tvær rannsóknarvindmyllur voru reistar á Hafinu fyrir ofan Búrfell í desember 2012. Þær voru síðan gangsettar í febrúar og lofa fyrstu niðurstöður góðu.
"Já, við erum mjög ánægð með reynsluna, þetta er náttúrulega enn stuttur tími en reynslan, sérstaklega er varðar nýtingu er mjög góð. Það er einnig mjög ánægjulegt að hversu góð viðbrögð þær hafa fengið hjá almenningi."

Aðstæður til virkjunar vindorku þykja einkar hagstæðar á Íslandi. Rannsóknir sýna mikinn vindstyrk tiltölulega lágt yfir sjávarmáli og geta möstur því verið lægri og kostnaður þar af leiðandi minni. Hörður segir að vindorka henti vel sem þriðja stoðin í orkukerfi Landsvirkjunar á eftir vatnsafli og jarðvarma og geti samlegðar áhrifin verið töluverð.
"Sjáið þið fyrir ykkur að þetta gæti hugsanlega lækkað orkuverð?"
"Nei, það er ekki útlit fyrir það. Þetta er ennþá svona dýrara en hagkvæmustu kostirnir sem við höfum í vatnsafli og jarðvarma en það er ekki ólíklegt að þegar fram líða stundir að þetta verði álíka dýrt."
Næsta skref Landsvirkjunnar að rannsaka hversu hagkvæmt það er að reisa fleiri vindmyllur á Hafinu. Til ráðgjafar við það verkefni hefur Landsvirkjun fengið verkfræðistofurnar Mannvit og Eflu og voru samningar þess efnis voru undirritaðir í dag. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur hversu mikla orku verður hægt að framleiða hérlendis með þessum hætti.
"Hugsanlega gæti þetta orðið álíka mikið og við erum núna að framleiða með hinum orkugjöfunum."