Íslenski boltinn

Fylkir samdi við Punyed

Mynd/Twitter
Pablo Punyed, varnaramaður frá El Salvador, mun spila með Fylkismönnum í Pepsi-deild karla í sumar en hann lék síðast með Fjölnismönnum í 1. deildinni.

Tómas Þorsteinsson, leikmaður Fylkis, greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni og birtir meðfylgjandi mynd.

Punyed spilaði í öllum 22 leikjum Fjölnis í 1. deildinni í fyrra og skoraði í þeim fjögur mörk. Hann er á 23. aldursári og getur bæði spilað sem vinstri bakvörður og á miðjunni.

Samningur hans við Fylki gildir út næsta keppnistímabil.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×