Íslenski boltinn

Tíundu silfurverðlaun Stjörnunnar á árinu 2013

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Garðar Jóhannsson klikkaði á víti í bikarúrslitaleiknum alveg eins og í fyrra.
Garðar Jóhannsson klikkaði á víti í bikarúrslitaleiknum alveg eins og í fyrra. Mynd/Anton
Stjörnumenn þurftu að sætta sig við enn ein silfurverðlaunin um helgina þegar karlalið félagsins í fótbolta tapaði bikarúrslitaleiknum á móti Fram.

Auk þess að tapa bikarúrslitaleik karla annað árið í röð þá voru þetta tíundu silfurverðlaun Stjörnunnar á þessu ári í fjórum stærstu boltaíþróttunum; fótbolta, körfubolta, handbolta og blaki.

Silfurverðlaun Stjörnunnar árið 2013 eru: Körfubolti (Íslandsmót karla og 1. deild kvenna), handbolti (Íslandsmót kvenna, Bikarkeppni karla, 1. deild karla og umspil um sæti í efstu deild), blak (Bikarkeppni karla og deildarkeppni karla) og fótbolti (Bikarkeppni karla og Meistarakeppni kvenna).


Tengdar fréttir

Ríkharður Daða: Nú verður léttara að vinna næsta bikar

Ríkharður Daðason, þjálfari Fram, tók við liðinu á miðju tímabili af Þorvaldi Örlygssyni og í kvöld gerði hann Safamýrarliðið að bikarmeisturum í Laugardalnum. Þetta var fyrsti titill félagsins í 23 ár.

Ólafur Örn: Einhvern vegin náðum við að klára þetta

"Það er frábært að hafa fengið að taka þátt í þessu. Ég verið lengi í Grindavík og ekki átt mikinn möguleika á því að vinna titla og skyndilega er sá möguleiki kominn," sagði Framarinn Ólafur Örn Bjarnason í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar.

Ögmundur: Var búinn að skoða hvar þessir menn skjóta í vítum

"Við spiluðum illa í fyrri hálfleik og vorum sanngjarnt undir 2-0 í hálfleik. Við töluðum saman í hálfleik og peppuðum okkur upp og sýndum okkar rétta andlit í seinni hálfleik,“ sagði Ögmundur Kristinsson markvörður Fram og hetja liðsins í vítaspyrnukeppninni þegar Fram varð bikarmeistari í Laugardalnum í kvöld og vann sinn fyrsta titil síðan 1990.

Hólmbert Aron: Hafði aldrei unnið neitt í lífinu

"Tilfinning er ógeðslega góð og ég get eiginlega ekki lýst henni," sagði Hólmbert Aron Friðjónsson í viðtali við Arnar Björnsson í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport frá bikarúrslitaleik Fram og Stjörnunnar. Fram vann bikarinn í vítakeppni og Hólmbert skoraði bæði í leiknum og í vítakeppninni.

Almarr: Það er ekki eins og þeir séu með einhverja sögu

"Við gáfumst ekki upp þrátt fyrir að lenda 2-0 undir. Að fara 2-0 inn í hálfleik er hrikalega erfitt en við börðumst eins og ljón,“ sagði Almarr Ormarsson sem skoraði tvö mörk fyrir Fram og lagði upp það þriðja þegar Fram varð bikarmeistari í dag. Fram og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli í leiknum sjálfum en Fram vann vítakeppnina 3-1.

Stjörnumenn í öllum bikarúrslitaleikjum ársins 2013

Karlalið Stjörnunnar í fótbolta, körfubolta, handbolta og blaki hafa staðið sig einstaklega vel í bikarkeppnum síðustu tólf mánuði. Öll karlalið félagsins í þessum fjórum stærstu boltagreinum á Íslandi hafa komist alla leið í bikarúrslitaleikinn.

Fimmta vítakeppnin í bikarúrslitaleik

Framarar tryggðu sér bikarmeistaratitil karla í kvöld eftir 3-1 sigur á Stjörnunni í vítakeppni í úrslitaleik Borgunarbikars karla á Laugardalsvellinum. Leikurinn sjálfur var frábær og endaði með 3-3 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×