Innlent

Hart í fuglaári syðra

Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar
Fréttablaðið/Vilhelm
Eitt árið enn virðist sandsílastofninn hér við land ekki ná sér á strik, með tilheyrandi ætisskorti fyrir sjófugla.

Lundinn hefur liðið fyrir þetta undanfarin ár.

Fréttablaðið hafði samband við nokkra sem héldu til lundaveiða í síðustu viku og voru þeir ekki með hýrri há þegar spurt var um afdrif lundans.

Hins vegar bar þeim saman um að súlan lifði nú í vellystingum enda hefur hún bæði síld og svo hinn margumtalaða makríl á matseðli sínum.

Sást nokkuð af makríl í hreiðrum hennar, til dæmis í Hellisey. Súlan virðist vera einn af fáum sjófuglum sunnanlands sem una sér vel.

Norðanlands og austan er hins vegar annað uppi á teningnum.

Ólafur Örn Pétursson, staðarhaldari á Skálanesi í Seyðisfirði, segir að langt sé síðan krían hafi haft það jafn náðugt þar.

Einnig væsir ekki um lundann norðanlands en þar hefur hann að fleiri fæðutegundum að fljúga en einungis sandsíli, sem er uppistaðan í fæðu hans á Suðurlandinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×